miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Gefur orðunum "eitursterkt kaffi" alveg nýja merkingu

Nú er komið að degi nr 3 í heilsuátakinu mínu. Ég veit ekki hversu hollt það er að vera í svona átaki því að ég vaknaði frekar slöpp með risafrunsu á vörinni og með dúndrandi hausverk. Ákvað að vera bara heima í dag, en þar sem ég fékk smá móral yfir því þá moppaði ég gólfið, þvoði 3 þvottavélar og bakaði eina köku, allt fyrir hádegi! Svo gerði ég ekkert eftir hádegi, át bara verkjalyf og horfði á CSI og því miður minnkaði hausverkurinn ekkert. Ég vil kenna lélegri námsaðstöðu í skólanum um þennan hausverk. Í hópavinnunni getum við valið um sófaborð til að læra á, eða borð úr stáli með tveimur stálbekkum með, og þeir eru bæði mjög óþægilegir og kaldir.

Það gæti líka verið að ég sé með hausverk því ég hætti að drekka kók, já og kaffi. Ég var aðeins byrjuð að sötra kaffi í skólanum. Hafði nú ekki hugsað mér að hætta því neitt í heilsuátakinu, nema hvað, á degi tvö í heilsuátakinu (s.s. í gær) kom frétt í blaðinu að það hefði einhver bilaður efnafræðinemandinn (einn búin að anda aðeins of miklu að sér) sett eitur út í einn kaffisjálfsalann upp í Stokkhólmsháskóla og 15 veiktust. Mér fannst þetta gefa orðunum "eitursterkt kaffi" alveg nýja merkingu. Þetta var sem betur fer ekki þar sem ég er núna, heldur nálægt þar sem ég var að læra sænsku á síðustu önn. Þannig að mín ákvað að það væri nú betra að hætta að drekka kaffi líka, svona áður en einhver annar efnafræðinemandi missir tilraunina sína út í kaffið.

Annars fengum við okkur inneign á skypeout um helgina. Algjört brill só far. Ef einhver hefur heyrt eitthvað slæmt, endilega látið mig vita því þetta er svoldið too good to be true!



2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jahhh ... þeir segja að koffeinfráhvörf séu fyrst og fremst höfuðverkur. Kannski að prófa að fá sér einn kaffisopa og athuga hvort hann hverfur ?
:)
Bibba

04 febrúar, 2005 22:09  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ, beta munckin spilið er búið að gera mikkla lukku í bekknum ( spila kvöld fyrir stuttu ). ég er að hríð falla á langtíma mælingum ( 8,7 á síðustu )á bara 0,8 eftir. 'olöf biður mig að segja þér að láta þér líða vel og hafa það gott og ekki gleima Bolludeginum.

Kær bollu kveðja, Svala og Ólöf

06 febrúar, 2005 20:13  

Skrifa ummæli

<< Home