mánudagur, febrúar 07, 2005

En þær staflast mjög vel!

Við sáum nýja nágranna á föstudagskvöldið þegar við komum frá innflutningspartíinu hjá Erni og Böngu. Við vorum samfó Sigurgeir og efnafræðifrúnni hans heim (þau eiga heima í blokk á móti) og vorum rétt búin að kveðja þau þegar tvær kanínur skoppuðu yfir gangstéttina. Þær voru svo hrikalega sætar, manni langaði bara hreinlega að taka þær inn til sín. Ég hef reyndar séð kanínur á ferðinni áður en þetta var í fyrsta skipti sem Jón sá þær með mér. Þær eru s.s. á ferðinni hérna fyrir utan á nóttinni. Ekki amalegir nágrannar finnst mér! Koma mér alla veganna alltaf í gott skap þegar ég rekst á þær. Ég spurði í skólanum í dag hvort þetta væri bara algengt, að fólk hefði kanínur í garðinum hjá sér, og þá var mér sagt að það væri bara kanínur á Kungsholmanum og aðeins í Solna. Við heppin! :)

Annars gekk bollubaksturinn frekar illa í gær. Þær vildu bara ekkert lyfta sér hjá mér. Jón kætti mig með því að benda mér á að þær stöfluðust mun betur en þessar venjulegu. Svo settum við bara tvær og tvær saman og átum þær þannig með bestu lyst. Svo tók Jón að sér bollubaksturinn í dag og eins og alla hina bolludaganna, þá gerir hann þetta með snilldarbrag og bollurnar verða að bollum. Get ekki beðið eftir að fá að smakka!

P.s. Frábært að heyra frá þér Svala og Ólöf! Og Svala ef þú nærð að fara niður fyrir 8 í næstu mælingu þá sendi ég þér pakka heim. Ég lofa!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Beta ekki hafa áhyggjur af bollunum - Jón Grétar og Guðrún Þóra ólust upp við tvær og tvær saman ;-) amk. fyrstu tilraunaárin mín og svo bara kom þetta allt í einu ! (ég held að galdurinn felist í því að hræra eggin nægilega vel saman við degið :)
kveðja T-mom

08 febrúar, 2005 21:06  

Skrifa ummæli

<< Home