þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Should make a career out of this...

Og þá er pökkunin formlega byrjuð. Mikið rosalega getur maður safnað að sér drasli. Ég hefði haldið að þetta væri minna eftir bara 3,5 mánuði, en neibb... þetta virðist sogast að manni úr öllum áttum og troða sér inn í allar hillur, skápar, horn og skúmaskot. Mér finnst drasl haga sér mjög svipað og ryk. Geymslan er á lokasprettinum og eldhúsið klárt, skildi eftir 2 glös, 2 diska, 2 hnífapör og ostaskera. Maður fer nú að verða svoldið klár í þessu, ekki nema 3 búslóðaflutningurinn hjá okkur á þessu ári. Já, spáið í því, þrír bara á þessu ári. Should make a career out of this!

Annars höfum við jón tekið upp afar sérkennilegt áhugamál. Núna er keppst um að ná handtölvunni hans jóns til að spila solitaire kapallinn. Sá sem nær henni ekki fær að húka í tölvunni að spila Solitaire. Ég veit ekki alveg hvað kom fyrir hausinn á okkur en mig er farið að gruna að við höfum andað einhverju undarlega að okkur. Gæti mjög vel hafa verið ruslið...

Annars heldur bara áfram að vera kalt í Stokkhólmi. Veðrið virðist fara svoldið í skapið á fólki því áðan var 22 ára gamall leigubílstjóri skotinn fjórum sinnum inn í verslunarmiðstöðinni sem Jón labbar alltaf í gegnum til að fara í skólann. Sem betur fer lifði gaurinn af. Löggan heldur að þetta hafi verið eitthvað uppgjör. Þannig að jón er í engri hættu, jú nema hvað að MacDonalds er víst stöðug ógn við heilsu ungra manna sem villast inn í Kista verslunarmiðstöðina.

Sí jú leiter, aligeiter.
After væl, krokkadæl!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home