Misstum næstum af aðventunni...
Þá er bara fyrsti í aðventu kominn. Og að hugsa sér, hann fór næstum því fram hjá okkur. Við ákváðum bara fyrir tilviljun að hita heitt súkkulaði í dag og fá okkur piparkökur. Við stálumst til að setja jólalög og sátum við kertaljóst inn í stofu í þvílíkum jólafílíng... bara einn hængur á gjöf Njarðar. Við héldum að við værum að stelast og að það væri vika í aðventuna. En svo kom annað í ljós. Það var samt ferlega kósí hjá okkur og jólalegt. Munaði litlu að maður brunaði út í snjóinn og byggi til snjókall. En svo mundi maður eftir því hversu leiðinlegt er búið að vera að vaða snjóinn á leið í strætó og hversu rosalega kalt er úti. Veruleikinn skall mjög fljótt framan í mann og maður dró bara teppið ennbetur upp að höku og við ákváðum að fá okkur bara fleiri piparkökur í staðinn.
Við erum aðeins byrjuð að pakka. Við byrjuðum á bókunum í geymslunni og svo ætlum við að halda rólega áfram í þessari viku. Ég er bara að vinna á morgun og hinn, og fer svo í viðtalið í skólann á miðvikudag, fáum lyklana að íbúðinni á fimmtudag, og flytjum á föstudag. Þetta verður viðburðarríka vika hjá okkur.
Annars er Jón búin að kynnast skemmtilegum strák í skólanum sem heitir Asim og hann er frá Pakistan. Það fyndna við hann er að hann talar með mjög sterkum pakistönskum hreim (svona "bdnh" hljóð upp í nefið) og svo talar hann alveg rosalega hratt. Ég hef ekki glóru hvað maðurinn er að segja en jón skilur hann alveg. Nema hvað... Asim er mjög trúaður múslimi og kemur frá frekar strangtrúaðri menningu. Þannig að greyi hann má ekki borða neitt nema kjöt af dýrum sem er slátrað á "réttan" hátt (held það hafi heitið "halelh" eða eitthvað solleis), þetta er ekkert smá mikið mál í hádeginu í skólanum hjá þeim þegar þeir eru að reyna ákveða hvert á að fara og fá sér að borða. Greyi Asim verður að yfirheyra kokkana allstaðar. Jóni langaði að bjóða honum og Henna, konunni hans, í heimsókn til okkar en ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að elda. Mohammed (yfirmaðurinn minn) er minn aðalsource í svona málum og er búin að útskýra þetta allt fyrir mér og segja mér hvar ég get keypt svona kjöt. Þannig að þetta reddast kannski ef ég býð þeim í mat. Spurning um að elda indverskan? ... djók
Það sem er líka gaman við að eignast vini frá svona allt öðru samfélagi er að maður sér sitt eigið samfélag frá allt öðru sjónarhorni. T.d. Asim og konan hans eru búin að vera gift í 3 mán. Hjá þeim er kynlíf fyrir hjónaband algjörlega bannað og þegar Asim varð skotin í konunni sinni þá fóru foreldrar hans og sömdu við foreldra hennar um hjónaband. Svo varð hann greyið víst að stinga af úr honeymoon-inu þeirra til að fara læra í Svíþjóð. Hún kemur svo til Svíþjóðar í þessari viku. Þá verður nú kát í höllinni. Þetta er nú svoldið öðruvísi menning en níu árin okkar í synd. Og við erum ekki einu sinni hringtrúlofuð eins og ein heldri konan úr fjölskyldunni minni myndi orða það (þið heima vitið alveg við hverja ég á!).
Fyrir þá sem vilja vita þá mælum við með því að vinir okkar heima sendi okkur bara jólakort heim til foreldra minn þar sem að við komum til með að vera þar um jólin. Addressan er :
Jón Grétar og Elísabet
Breiðvangur 39
220 Hafnarfjörður
Þeir sem vilja senda okkur kort út, verða bara að bíða því ég man engan veginn hvað addressan á nýja staðnum.
Við erum aðeins byrjuð að pakka. Við byrjuðum á bókunum í geymslunni og svo ætlum við að halda rólega áfram í þessari viku. Ég er bara að vinna á morgun og hinn, og fer svo í viðtalið í skólann á miðvikudag, fáum lyklana að íbúðinni á fimmtudag, og flytjum á föstudag. Þetta verður viðburðarríka vika hjá okkur.
Annars er Jón búin að kynnast skemmtilegum strák í skólanum sem heitir Asim og hann er frá Pakistan. Það fyndna við hann er að hann talar með mjög sterkum pakistönskum hreim (svona "bdnh" hljóð upp í nefið) og svo talar hann alveg rosalega hratt. Ég hef ekki glóru hvað maðurinn er að segja en jón skilur hann alveg. Nema hvað... Asim er mjög trúaður múslimi og kemur frá frekar strangtrúaðri menningu. Þannig að greyi hann má ekki borða neitt nema kjöt af dýrum sem er slátrað á "réttan" hátt (held það hafi heitið "halelh" eða eitthvað solleis), þetta er ekkert smá mikið mál í hádeginu í skólanum hjá þeim þegar þeir eru að reyna ákveða hvert á að fara og fá sér að borða. Greyi Asim verður að yfirheyra kokkana allstaðar. Jóni langaði að bjóða honum og Henna, konunni hans, í heimsókn til okkar en ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að elda. Mohammed (yfirmaðurinn minn) er minn aðalsource í svona málum og er búin að útskýra þetta allt fyrir mér og segja mér hvar ég get keypt svona kjöt. Þannig að þetta reddast kannski ef ég býð þeim í mat. Spurning um að elda indverskan? ... djók
Það sem er líka gaman við að eignast vini frá svona allt öðru samfélagi er að maður sér sitt eigið samfélag frá allt öðru sjónarhorni. T.d. Asim og konan hans eru búin að vera gift í 3 mán. Hjá þeim er kynlíf fyrir hjónaband algjörlega bannað og þegar Asim varð skotin í konunni sinni þá fóru foreldrar hans og sömdu við foreldra hennar um hjónaband. Svo varð hann greyið víst að stinga af úr honeymoon-inu þeirra til að fara læra í Svíþjóð. Hún kemur svo til Svíþjóðar í þessari viku. Þá verður nú kát í höllinni. Þetta er nú svoldið öðruvísi menning en níu árin okkar í synd. Og við erum ekki einu sinni hringtrúlofuð eins og ein heldri konan úr fjölskyldunni minni myndi orða það (þið heima vitið alveg við hverja ég á!).
Fyrir þá sem vilja vita þá mælum við með því að vinir okkar heima sendi okkur bara jólakort heim til foreldra minn þar sem að við komum til með að vera þar um jólin. Addressan er :
Jón Grétar og Elísabet
Breiðvangur 39
220 Hafnarfjörður
Þeir sem vilja senda okkur kort út, verða bara að bíða því ég man engan veginn hvað addressan á nýja staðnum.
1 Comments:
Sakna þín alveg böns líka. Er búin að vera hugsa mikið til þín. Gangi þér vel í skólanum, ég held um þumlanna fyrir þig!
Skrifa ummæli
<< Home