þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Tilraunadýrið ég...

Jæja, loksins lætur maður heyra í sér hérna. Það er búið að vera ansi mikið fjör í skólanum og ég var að skrá mig í tilraun. Þetta er voða fín tölvu og félagsfræði tilraun þar sem notkun á lófatölvum og hugbúnaði til hópvinnu. En ég skrifaði einmitt undir samning sem bannaði þeim að pota í mig með einhverjum mælum og lækningartækjum, þarf bara að fylla úr spurningalista.

Annars er það að frétta að ég er búinn að fá úr öllum prófunum mínum fyrir þennan fjórðung og eru þau öll upp á hæstu einkun. Sem er gott, og slæmt... Núna þarf ég að fara að standa undir einhverjum væntingum um besta árangur, sem hefur ekki verið minn stíll í gegnum tíðina. En batnandi mönnum víst best að lifa.

Óver and át...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home