Þorláksmessuhugleiðingar
"Tadamm,damm,damm,damm, ég vil rjúpu, tadamm,damm,damm,damm, ég vil rjúpu". Ég er að hlusta á Þorláksmessutónleika Baggalúts á netinu og við höfum það bara nokkuð kósí. Þetta hefur verið sá allra stresslausast jólaundirbúningur sem ég hef haft reynslu af. Ég er þekkt fyrir að vera yfirleitt á síðustu stundu, en núna er bara allt reddí, "sjö, níu, þrettán", *bank,bank*. Íbúðin er orðin hrein og skreytt, jólatréð stendur skínandi inn í stofu hlaðið glingri, jólapakkarnir undir trénu og maturinn í ísskápnum. Í kvöld erum við búin að hlusta á jólakveðjurnar á Rás 1, horfa á jólabíómynd, drekka jólaöl og núna sit ég hérna og bíð eftir að síðustu smákökurnar mínar komi úr ofninum. Ég hafði ekkert meira að gera í jólaundirbúningnum þannig að ég ákvað að skella í einn umgang. Þessar kláruðust nefnilega um síðustu helgi, þannig að það var alveg komin tími á að baka fleiri. Svo erum við búin að versla jólanáttföt á hvort annað og erum orðin alveg sett í bíómyndagláp og nammiát næstu daga. Hver veit, kannski skellum við einni náttafatamynd hérna inn! En ódýra jólatréð okkar stendur sig eins og hetja og ég er orðin alveg ástfangin af því. Þessu tré verður pottþétt dröslað með til Íslands.
Við fengum náttla enga skötu til að borða í dag. Jón gerði sitt besta í að bæta okkur það og eldaði bara þorsk í staðinn. Ég var bara nokkuð sátt þar sem skata er ekki sá siður sem ég sakna mest frá Íslandi. Hinsvegar saknar maður fjölskyldunnar afar mikið. Það er skrítið að vera í burtu frá öllum svona á jólunum og í jólaundirbúningnum. En ég held við lifum þetta svo sem alveg, notum bara skype og msn yfir jólin. Annars er jólaundirbúningar erlendis bara skemmtilegur verð ég að segja. Það verður fróðlegt að sjá hvar og hvernig næsti jólaundirbúningur verður hjá okkur.
Við fengum náttla enga skötu til að borða í dag. Jón gerði sitt besta í að bæta okkur það og eldaði bara þorsk í staðinn. Ég var bara nokkuð sátt þar sem skata er ekki sá siður sem ég sakna mest frá Íslandi. Hinsvegar saknar maður fjölskyldunnar afar mikið. Það er skrítið að vera í burtu frá öllum svona á jólunum og í jólaundirbúningnum. En ég held við lifum þetta svo sem alveg, notum bara skype og msn yfir jólin. Annars er jólaundirbúningar erlendis bara skemmtilegur verð ég að segja. Það verður fróðlegt að sjá hvar og hvernig næsti jólaundirbúningur verður hjá okkur.
3 Comments:
Sendum ykkur bestu jólakveðjur og farsælt komandi ár. Njótið þess að halda jólin á erlendri grundu - það er nokkuð sem á eftir ylja ykkur um hjartarætur þegar fram í sækir.
Hafdís og Ólarnir
Gleðileg jól!
kv. Vilma
Gleðileg jól frá Tótu og strákunum og Lenu.
Skrifa ummæli
<< Home