Gleðileg jól!
Elsku vinir og fjölskylda nær og fjær!
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og hlökkum til að hitta alla þegar við komum aftur til landsins. Aðfangadagskvöld var alveg yndislegt og steikin hjá Jóni alveg guðdómleg, ég fæ vatn í munninn þegar ég hugsa um hana. Við vorum rétt að skríða á fætur og nú er planið að hlamma sér í sófann með sæng og í jólanáttfötunum og lesa bók og borða Nóakonfekt. Klukkan þrjú ætlum við svo að kikja í hangikjöt hjá Sveinku og Gumma.
Þökkum fyrir allar góðar kveðjur og jólapakkana!
Söknum ykkar!
Jóla-Jón og Jóla-Beta
2 Comments:
æj við söknum ykkar líka. elska ykkur svo mikið!!!
takk fyrir yndislega trefilinn og vettlingana. ekkert smá kósí. krakkarnir voru líka himinlifandi yfir sínum pökkum.
knús og kossar frá eggertsgötu með fullt af söknuði. hlakka til að sjá ykkur.
kv. jóla-Guðrún;)
Sæl kæra frænka og gleðileg jól :)
Ég sé á myndinni að þú ert alltaf jafndugleg að kíkja í ikea :)
Skrifa ummæli
<< Home