mánudagur, desember 11, 2006

Dauði á autobahn-anum

"Smökkum sörurnar,
mömmukökurnar,
makkarónurnar,
eplabökurnar.
Hvernig smakkast svo?
Þetta er dásamlegt.
Jahá, þá mest er nú gaman, ahaaa!
Að við skulum vera saman, ahaa!"

Ég sit hérna í rökkrinu í litlu sætu íbúðinni okkar í Stokkhólmi og raula þetta lag fyrir munni. Ég las bloggið hennar Möddu í gær og hef verið alveg húkkt með þetta lag á heilanum síðan. Hef oft heyrt það áður, en í gær límdist það alveg gjörsamlega.

Síðasta vika var pínu klikk. Ég ákvað á síðustu stundu að koma ekkert heim frá Þýskalandi og eyða helginni bara í Berlín og halda svo áfram til Stokkhólms. Ferðin var s.s. flogið til Frankfurt, keyrt til Nürnberg (reyndar á 220 km hraða, ég hélt ég myndi deyja þar og nú á autobahn-anum), keyrt til Munich, flogið til Hamburg, lest til Berlín til Tótu og Baldurs og svo loks flogið til Stokkhólms.

Helgin í Berlín var algjört æði. Tóta, Baldur, Örnólfur og Lena eru náttla svo frábær að það er ekki annað hægt en að skemmta sér með þeim. Við Tóta og Baldur fórum á Mr.Ping, afar merkilegan PingPong stað á föstudagskvöldið. Hrárri bar hef ég ekki séð, bara lofræstistokkur í loftinu, hálf málað gólf (það var ansi lítið eftir af málingunni) og pingpong borð á gólfinu. Í kringum borðið hljóp svo 40 manns í pingpong. Ef maður tapaði einu stigi, þá varð mar úr og þannig týndist úr hópnum þangað til að bara 3 voru eftir. Þá var sprett ekkert smá í kringum borðið. Ég var skítléleg í borðtennis, en þetta var rosa stuð fyrir því.

En mikið er heimurinn litill, þegar ég sit þarna inni þá kemur labbandi inn strákur. Þá var þetta bara Tommi LeMarque (afsakið mögulega nauðgun á eftirnafninu) sem var með mér í hönnun í Iðnskólanum. Frekar fyndið.. Næsta pleis sem við stefndum á var frekar töff bar sem ég man ekkert hvað heitir. En það kúla var að hann var settur upp eins og heimili. Mar gat sest í eldhúsið, eða borðstofuna eða setustofuna.

Laugardagurinn fór svo í smá búðaráp hjá okkur Tótu og kvöldið í kjúlla og Catan. Afar næs...

En núna er ég s.s. komin til Stokkhólms og er á leiðinni út að borða á Cophanjang með tengdó og Jóni. Þau eru mætt hingað til okkar til að vera á útskriftinni hans Jóns á morgun.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til Hamingju Með Útskriftina kæri Jóni og Fjölskylda!
Tóta,Baldur,Örnólfur og Lenuskott!

12 desember, 2006 22:48  
Anonymous Nafnlaus said...

Hjartanlega til hamingju með þetta allt saman elsku Jón Grétar, við erum öll voða stolt af þér. Hlakka til að sjá myndir.
Bestu kveðjur frá okkur öllum.
Hafdís og Ólarnir

12 desember, 2006 23:51  

Skrifa ummæli

<< Home