Síðasti dagur til að senda...
Það er orðið ákveðið að við Jón munum halda jólin saman úti í Stokkhólmi. Ég fer út til hans um næstu helgi og mun vinna í fjarvinnu. Ef það er einhver sem langar að skella jólapakka eða jólakorti í töskuna mína þá er fólki það velkomið. Það er hægt að droppa því af á Breiðvanginum ef fólk vill. Þeir sem eru að spá í hvað addressan okkar er úti, þá er hún eftirfarandi:
Emmylundsvägen 5/302
171 72 Solna
Sweden
Annars var mikið fjör í liðinni viku. Daginn eftir síðasta blogg kom Jón Grétar heim og kom fjölskyldunni sinni á óvart. Það var ekkert smá gaman, þvílík og önnur eins svipbrigði hef ég bara aldrei séð! Svo var farið í sumarbústað og haft það kósí saman. Ferðin var alla staði yndisleg og við föndruðum heilan helling, svo voru bakaðar smákökur og randalína. Jón fór svo aftur á miðvikudag, og enn og aftur var leiðinlegt að kveðjast en ótrúlegt en satt að þá er þessu fjarbúðar-tímabili okkar að ljúka.
Emmylundsvägen 5/302
171 72 Solna
Sweden
Annars var mikið fjör í liðinni viku. Daginn eftir síðasta blogg kom Jón Grétar heim og kom fjölskyldunni sinni á óvart. Það var ekkert smá gaman, þvílík og önnur eins svipbrigði hef ég bara aldrei séð! Svo var farið í sumarbústað og haft það kósí saman. Ferðin var alla staði yndisleg og við föndruðum heilan helling, svo voru bakaðar smákökur og randalína. Jón fór svo aftur á miðvikudag, og enn og aftur var leiðinlegt að kveðjast en ótrúlegt en satt að þá er þessu fjarbúðar-tímabili okkar að ljúka.
1 Comments:
Áfram Solna! Vúú!
Skrifa ummæli
<< Home