þriðjudagur, desember 05, 2006

Mele Kalikimaka og sálufélagar

"já, ég hlusta oft á svona spes jólalög, þú skilur" Við Anna vorum að spjalla í bílnum í dag á leiðinni á fund. Ég hélt áfram, "Já, pabbi keypti einhvern tíman voða fína jólageisladisk þegar ég var lítil og hann var spilaður út í eitt fyrir jólin. Við vorum nýbúin að eignast geisladiskaspilarann og það að eiga jólageisladisk var ekkert smá flott. Nema hvað, það voru svo spes lög á disknum að uppáhaldsjólalögin mín eru svoldið öðruvísi en annarra. Hefurðu heyrt Christmas in Killarney? En hvað með MeleKalikimaka?"

Ég hef alltaf átt mín sérstöku jólalög. Þau eru aldrei spiluð í útvarpinu fyrir jólin og eina leiðin til að hlusta á þau er að ná sér í þennan fína jóladisk hans pabba. Það hefur frekar oft verið hlegið að mér og hváð þegar ég byrja að syngja jólalögin mín "Mele Kalikimaka, is a thing to say, on bright hawaiian christmas day" eða "And Santa Claus, you know of course, is one of the boys from home".

Nema í dag, eftir að hafa raulað lögin fyrir Önnu, þá sagðist hún bara þekkja Mele Kalikimaka mjög vel. Ég hélt hún væri að grínast í mér og var handviss um að hafa hitt fyrir sálufélaga minn. Ótrúlegt, pabbi einhverjar annarrar hefur líka séð þennan disk í Japis fyrir 20 árum! Nema hvað, hún sagði mér að hún þekkti þetta lag því að það sé alltaf spilað svo mikið fyrir jólin niður i CCP.

Ef ég er ekki að vinna á réttum stað þá veit ég ekki hvað.

P.s. prófaði Nintendo Wii í vinnunni og það er algjör snilld! Það er ekki lítið sem maður lifir sig inn í tennis, þarf samt aðeins að vinna í bakhöndinni. Kolla veit hvað ég á við.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman af spes jólalögum, mitt uppáhald er Felice Navidad með latínogoðinu El-Ves. Annars flott að heyra að það sé eitthvað varið í Wii, ofarlega á jólagjafalistanum hjá mér ;-)

07 desember, 2006 23:05  

Skrifa ummæli

<< Home