miðvikudagur, nóvember 22, 2006

beta, beta, beta, betatest?

Fólk sem ég hitti í tengslum við vinnuna finnst það vera fyndin íronía að heita Beta og vera að vinna í leikjabransanum. Erfitt að útskýra að þetta sé ekki "ingame" nafn heldur í alvöru stytting á nafninu Elísabet á Íslandi.

Annars er ég búin að eignast síamstvíbura í vinnunni. Það er hún Anna, hún er markaðstjórinn fyrir Bandaríkin og erum við orðnar alveg óaðskiljanlegar. Við sáum um Fanfestið saman og í framhaldinu af því þá urðum við svo mikið teymi að við göngum báðar undir nafninu "AnnaogBeta". Fólk er ekkert að pæla hvor er hvað lengur, ég er stundum kölluð Anna og svo öfugt. Eftir að hafa unnið svona mikið náið saman í gegnum Fanfestið þá tók það okkur svoldin tíma að venjast af því. Við áttum það til að elta hvor aðra um skrifstofuhúsnæðið, bara af gömlum vana því við vorum orðnar svo vanar því að vera alltaf á leiðinni á sömu fundina, eða á leiðina að tala við sama fólkið hvort eð er. Frekar fyndið þegar mar fór á auto-pilot og elti Önnu inn á einhverja skrifstofu án þess spá í því nánar. Anna var líka orðin svo vön því að hafa mig nálægt að ég heyrði af því að hún átti það til að hefja samræður við mig þó ég væri hvergi nálægt. Það keyrði þó allt um þverbak þegar við fórum saman að skoða íbúð um daginn. Okkur fannst við voða sniðugar, spurning samt hvort það sé ekki full langt gengið.

Við píurnar höfum tekið upp skemmtilega iðju, núna spilum við pool í vinnuni 1-2svar á dag. Markmiðið er að læra reglurnar og að verða nógu góðar til að eiga séns í einhvern í vinnunni... það er alltaf gott að hafa háleit markmið :)Við skemmtum okkur alla veganna konunglega og það er fyrir mestu.
Jæja, góða nótt allir saman. Ég er farin í háttinn. Það er langur dagur á morgun, og ég er viss um að ég eigi eftir að segja ykkur frá því seinna.

P.s.ég hef heyrt því fleygt að Anna gangi víst núna undir nafninu Alpha.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá bara allt í einu allt að gerast hérna. Gaman að fá svona miklar fréttir af þér loksins. Ég er annars alveg hjartanlega sammála öllu sem kemur fram í pistlinum hérna fyrir neðan um fólk sem segir: "Ég er ekki rasisti! EN ég þoli þessi helvítis hrísgjrón og blebleble..." (ég hef sko í alvöru heyrt þessa setningu..og hún skánaði ekki í framhaldinu).

24 nóvember, 2006 16:21  
Blogger Kristveig said...

Já, hæ Elísabet. Hef ekki kíkt hér inn í laaaaangan tíma en Kolla sagði mér einmitt í gær að þú værir aldeilis lifnuð við í blogginu :) Gaman að heyra fréttir af þér! :)

25 nóvember, 2006 11:17  

Skrifa ummæli

<< Home