sunnudagur, nóvember 19, 2006

Jóla, hvað?

"Snjókorn falla, á allt og alla, börnin leika og skemmta sér" Ég hummaði með um leið og ég reyndi að festa jólapappírinn utan um jólagjafirnar án þess að líma sjálfa mig fasta við. Tónlistinn frá Jólastjörnunni á netinu er ómissandi þegar mar vill komast í jólaskap, en ég var samt með nettan móral yfir því að vera taka svona forskot á sæluna. Mér fannst ég ekkert voðalega kúl.

Þegar ég vaknaði í morgun þá var allt á kafi í snjó (eins og hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum). Ég fylltist strax feiknamiklu jólaskapi og ákvað strax að drífa í því að skrifa jólakortin eða pakka inn jólagjöfunum (eins og sumir muna þá var ég nefnilega búin að versla þær, magnað). En... út af ófærð þá var ekki svo auðvelt að skjótast út í búð að kaupa pappír né kort, þannig að mín leitaði bara að gamla pokanum sem mamma geymir, með öllum gömlum jólapappírnum sem alltaf á að nota en aldrei er notaður. Er ekki til svona poki á öllum heimilum? Svo dundaði ég mér við að pakka inn jólagjöfunum inn í pappír frá hinum ýmsu áratugum. Svo skreytti ég þá, stakk tungunni út á kinn og vandaði mig við að líma stjörnur, teikna, strá glimmeri og lita á pappírinni. Seinnipartinn stóð ég svo upp og leit yfir afraksturinn, og var bara nokkuð ánægð með árangurinn. Þarna var stór hrúga af allskonar pökkum, og enginn í eins pappír og undarlegustu skreytingar á þeim í ofanálag.

Næst á dagsskrá, jólakortin... einhverjar hugmyndir?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home