miðvikudagur, desember 20, 2006

I'm a lumberjack and I'm ok...

Við fórum í dag að ná okkur í jólatré. Sem væri ekki í frásögur færandi nema hvað... það virtist ekki vera svo mikið úrval eftir og þó nokkuð orðið uppselt. Svona eru Svíar framtaksamir, skipulagðir og snemma í því (heyrir einhver kaldhæðnina?). Eníhú, við Jón röltum á milli búða og blómatorga til að leita að jólatré. Við enduðum svo á því að finna jólatré sem okkur leist ágætlega á, og það besta var að verðið var eins og við höfðum hugsað okkur (s.s. afar ódýrt) þó að tréð sjálft var ekki eins og við höfðum planað. En allt er nú hey í harðindum og ekki hægt að vera pikkí þegar er orðið lítið úrval. Þannig að heim drösluðumst við með tréð okkar í neðanjarðarlestinni. Jón bögglaðist með tréð undir forvitnum augum samferðamanna okkar á meðan ég sönglaði fyrir hann "I'm a lumberjack and I'm ok". Hann virtist ekki kunna meta sönginn minn mjög vel. Og upp fór tréð í íbúðina okkar og sómir sér vel inni í stofu (það var spurning um að koma því fyrir þar í horninu eða geyma það inn í sturtu yfir jólin).
Þetta glæsilega ekta gervijólatré er framleitt í Tælandi og er ekki nema 2,1 meter. Ég giska á að jólastjarnan muni snerta loftið hjá okkur þegar hún verður sett á. Við erum ennþá hálf flissandi yfir þessu über jólalega framtaki okkar.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sæti brósi;) flott tré. :) þið eigið eftir að hafa það gott þarna um jólin.

ég var einmitt að kaupa eitt.. 80 cm hátt, pabbi sagði að ég ætti ekki að setja það upp endilega strax, því önnur greninálin gæti dottið af því;) hehe


knús og kossar frá eggertsgötu.

20 desember, 2006 00:43  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahah.... minnir mig á jólin hjá okkur fyrir 4 árum. Við fórum einmitt af stað á svipuðum tíma og ekkert eftir og enduðum einnig með gervi tré, en það dugar enn og lítur bara enn jafn vel út :D
fyrir utan þann galla að það dettur jafn mikið af nálum af því og ekta trjám, sem ég héllt einmitt að væri pointið með gervitrjám að nálarnar myndu ekki detta af.

en gleðileg jól, það verða enginn jólakort frá mér þessi jólin,

21 desember, 2006 20:24  

Skrifa ummæli

<< Home