laugardagur, október 21, 2006

Rosalega er ég slappur að blogga

Jæja gott fólk, það er orðið nokkuð langt síðan ég bloggaði síðast. Elísabet bloggar venjulega og eins og tryggir lesendur hafa tekið eftir þá er ég latari en allt latt við að blogga. En nú ætla ég að spreyta mig á stuttum pistli sem lýsir því nokkurn vegin hvað dregið hefur á daga mína í Stokkhólmi.

Ég fór á fimmtudaginn síðasta til Madríd að hitta dygga starfsmenn CCP. Það var þó einn starfsmaður sem ég hafði langt um meiri áhuga á að hitta en hina, (sorrý Kiddi, ekkert persónulegt) og það er hún Elísabet. Enda hittumst við ekki á hverjum degi þessa dagana. Það var svo hörku mikið stuð í Madríd og mikið djammað, enda margir CCP starfsmenn mjög sprækir, og minnti stemmingin mig óneitanlega á vísindaferðirnar í H.Í. Ég var þó alveg búinn að gleyma því hvernig spænska menningin er, og kom sú upprifjun skemmtilega að óvart.

Í dag er Elísabet á ferðinni í Þýskalandi að markaðsetja nýtt spil sem CCP er að gefa út, og ég sit heimavið með smá kvefpest sem ég fékk í Madrid og vinn í lokaverkefni nr. 2. Verkefnið gengur vel og fer kvefpestin vonandi að rjúka úr mér bara hvað úr hverju.

Næst á dagskrá er svo útskrift hennar Elísabetar úr Markaðsakademíunni en hún á sér stað í lok næstu viku. Þá er ég að tala um hátíðarkvöldverð og ræðuhöld og annað fínerí. Allavega, ég vona að ég hafi dug í að blogga eithvað á næstunni og þakka ég áheyrnina að þessu sinni.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Long time no hear !

Það er greinilega þokkalega vel farið með starfsmenn CCP ! svona ætti þetta að vera í öllum fyrirtækjum á íslandi í þessu góðæri ! meira segja flugfélagið sem ég vinn hjá er ekki eins rausnarlegt !

Og svo vill þakka kærlega fyrir bolinn sem þið gáfuð mér :) !

kveðja gísli og familííí

22 október, 2006 20:01  

Skrifa ummæli

<< Home