föstudagur, september 22, 2006

Stiklað á stóru

Vá hvað það er hefur mikið gerst síðan við skrifuðum hérna síðast. Síðan þá hefur SVO margt gerst. En svona til að stikla á stóru þá hefur eftirfarandi gerst:

-Við héldum kveðjupartí (takk allir, þið eruð sætust!)
-Ég flutti til Íslands og við byrjuðum í fjarbúð
-Ernir flutti inn til Jóns í 2 vikur
-Ég eyddi viku í Þýskalandi á stærstu tölvuleikjasýningu í Evrópu
-Jón fór í próf
-Ég átti afmæli
-Jón byrjaði á mastersverkefninu sínu
-Jón kom í heimsókn til Íslands
-Við keyptum bíl
-Ég fór til Stokkhólms til Nonna
-Við fórum saman til Malmö á Nordic Game 2006 (og skemmtum okkur rosalega)
-Björn flutti inn til Jóns og verður í nokkra daga

Það var voða leiðinlegt að kveðja Nonna í Malmö en við hittumst bráðlega aftur, næst verður það í Madrid 12. okt.

Ég verð svo með gamla númerið mitt á Íslandi.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með þetta allt saman-nema þá fjarbúðina-, væri til í að fara til Madrid!

23 september, 2006 16:13  
Anonymous Nafnlaus said...

hvernig passaði bleiki kjóllinn???
vona að það hafa verið teknar myndir. ekki furða að lítið sé skrifað þegar svona mikið er að gera.

26 september, 2006 01:52  
Blogger Elísabet said...

bleiki kjóllinn var að sjálfsögðu æðislegur en aðeins of lítill því miður.

27 september, 2006 22:32  

Skrifa ummæli

<< Home