fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Hérastubbur bakari og bakaradrengurinn

Það hefur margt breyst á síðustu mánuðum hjá manni. En sumt breytist aldrei, það er aldrei skortur á hjálparkokkum ef það á að búa til súkkulaðiköku. Ég og pabbi vorum að enda við að baka Franska súkkulaðitertu og fór framleiðslan fram úr björtustu vonum. Enda má svo sem ekki búast við öðru þegar hjálparkokkurinn hefur starfsreynslu úr bakaríi. Tæknin sem sýnd var við framleiðsluna var bara nokkuð góð og fátt hefur gleymst í gegnum árin. En þegar það heyrðist niðurbælt bölv vegna þess að tæki og áhöld í eldhúsinu hefðu á furðulegan hátt gufað upp, þá er ég ekki frá því að ég hafi heyrt móður mína flissa fram í stofu.
En inn í ofnin fór fyrirtækið og nú bíðum við spennt fylgjumst með því að 40 mínúturnar líði.

Fyrir ykkur sem hafa undrast yfir því hvað hafi orðið um mig þegar ég fluttist til landsins, að þá er EVE Fanfest nú lokið og því má fólk búast við því að ég fari að svara símhringingum og jafnvel það sem verra er...ég gæti farið að heimta að fara hitta fólk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home