Beta og pólítíkin
Nú kemur hún Elísabet og foreldrar hennar til Stokkhólmar á morgun. Við ætlum að fara svo út að borða annað kvöld og skoða borgina. Tengdapabbi hefur reyndar komið nokkrum sinnum áður í heimsókn, en tengdamamma er að koma í annað sinn síðan við fluttum út. Síðast þegar foreldrar Elísabetar komu hingað í heimsókn, þá bjuggum við í elliheimili/stúdentaíbúð á Tyska Bottens Väg í Nockeby. Það er nú orðið asni langt síðan það var, þannig að það verður örugglega gaman að skoða borgina.
Annars er maður búinn að vera mikið að fylgjast með atburðum síðastliðinna daga á Íslandi, aðallega með því að lesa fréttir á þeim arfaslöku vefsíðum visi.is og mbl.is. Það er alveg magnað hversu einfaldir þessir fréttamenn eru, vinnubrögðin eru svipað öflug og viðgengust í skólablaðinu sem kom einusinni út þegar ég var tíuára. Eini munurinn, stafsetning og málfræði innifalið, var sá að það blað var ljósritað á kennarastofunni en ekki netlæg fréttaveita. Annars er hægt að gefa út heila bók um bresti þessara rita, en ég held að flestir sem lesa þetta viti nákvæmlega um hvað ég er að tala. Sennilega er þetta afleiðing skorts á mannafli, þó væri skemmtilegra ef þeir gerðu bara copy-paste beint frá ap fréttastofunni, þá væru staðreyndirnar allavega réttar.
Ég vil ég aðeins impra á íslenskum pólitíkusum. Ég les oft pistla eftir hinn og þennann á netinu og á stundum ekki orð yfir því hversu miklir amatörar þeir eru. Skiptir þar engu máli hvaða flokk viðkomandi stjórnmálamaður er, mér sýnist jafn stórt hlutfall af amatörum í öllum flokkum. Besta leiðin til að þekkja amatör í stjórnmálum er að sjá að um leið og einhver finnur eithvað að honum, þá reynir hann að drepa málinu á dreif með því að andskotast út í pólitíska andstæðinga sína, og svo kunna pólítíkusar ekkert í rökfræði, það að hinn sé ekki að standa sig er engin ástæða fyrir því að þú standir þig eithvað betur, afleiðing verður að fylgja orsökum annars er röksemdarfærslan bara froða. Gott dæmi eru nýuppgötvuð símhlerunarmál kaldastríðsins þar sem stærsta issuið er orðið hvort að þeir sem símarnir voru hleraðir á hafi fylgst með öðrum aðilum. Hvað á það að þýða, er það eithvað minni glæpur að fremja glæp á glæpamanni...
Jæja.. hættur í bili, ætli ég sé ekki bara eithvað pirraður því það er ekkert í imbannum og ég er búinn að vera með einhverja flensu í viku. Verð hressari í næsta bloggi.
Annars er maður búinn að vera mikið að fylgjast með atburðum síðastliðinna daga á Íslandi, aðallega með því að lesa fréttir á þeim arfaslöku vefsíðum visi.is og mbl.is. Það er alveg magnað hversu einfaldir þessir fréttamenn eru, vinnubrögðin eru svipað öflug og viðgengust í skólablaðinu sem kom einusinni út þegar ég var tíuára. Eini munurinn, stafsetning og málfræði innifalið, var sá að það blað var ljósritað á kennarastofunni en ekki netlæg fréttaveita. Annars er hægt að gefa út heila bók um bresti þessara rita, en ég held að flestir sem lesa þetta viti nákvæmlega um hvað ég er að tala. Sennilega er þetta afleiðing skorts á mannafli, þó væri skemmtilegra ef þeir gerðu bara copy-paste beint frá ap fréttastofunni, þá væru staðreyndirnar allavega réttar.
Ég vil ég aðeins impra á íslenskum pólitíkusum. Ég les oft pistla eftir hinn og þennann á netinu og á stundum ekki orð yfir því hversu miklir amatörar þeir eru. Skiptir þar engu máli hvaða flokk viðkomandi stjórnmálamaður er, mér sýnist jafn stórt hlutfall af amatörum í öllum flokkum. Besta leiðin til að þekkja amatör í stjórnmálum er að sjá að um leið og einhver finnur eithvað að honum, þá reynir hann að drepa málinu á dreif með því að andskotast út í pólitíska andstæðinga sína, og svo kunna pólítíkusar ekkert í rökfræði, það að hinn sé ekki að standa sig er engin ástæða fyrir því að þú standir þig eithvað betur, afleiðing verður að fylgja orsökum annars er röksemdarfærslan bara froða. Gott dæmi eru nýuppgötvuð símhlerunarmál kaldastríðsins þar sem stærsta issuið er orðið hvort að þeir sem símarnir voru hleraðir á hafi fylgst með öðrum aðilum. Hvað á það að þýða, er það eithvað minni glæpur að fremja glæp á glæpamanni...
Jæja.. hættur í bili, ætli ég sé ekki bara eithvað pirraður því það er ekkert í imbannum og ég er búinn að vera með einhverja flensu í viku. Verð hressari í næsta bloggi.
3 Comments:
æ gaman að heyra loksins eitthvað frá þér, hélt bara svei mér þá að þú værir orðin fastur á sergal ;), þetta með pólitíkusanna er hárrétt áliktað hjá þér og á eflaust seint eftir að breytast - en þyrfti ekki bara að stofna skóla pólitíkanna??
óska svo betu þinni alls hins besta og farðu nú með tengdó á tre kronor - æðislegur staður en að vísu svona í dýrari kantinum.
ertu ekki enn farinn að prófa isteband???? :)
isteband? Nei ég er nú ekki búinn að prófa það, hvað er það?
það er svona eins og nokkurskonar bjúga, bara ekki sjóða of lengi. alveg þess virði að prófa sko ;)
svo er auðvitað lutfisken sem enginn er maður með mönnum nema að hafa smakkað og þá er sko eins gott að komast yfir góðar uppskriftir.
Skrifa ummæli
<< Home