þriðjudagur, október 31, 2006

... en þú mátt kalla mig magister Elísabet

Ég kom heim í gær frá Stokkhólmi eftir alveg dásamlega helgarferð með pa og ma. Það var líka æðislegt að fá að hitta Jón og eyða smá tíma í hreiðrinu okkar. Við höfðum það alveg ferlega gott, átum góðan mat og áttum góðar stundir. Pa og ma fengu íbúðina hjá henni Huldu og ég og Jón kúrðum saman í okkar íbúð. Aðaltilgangur ferðarinn var þó sá að útskrifast og gerðist það á föstudaginn. Það var alveg frábært, bæði flott athöfn og ferlega skemmtileg matarveisla á eftir. Þegar fólk er komið upp á stóla í partíum þá flokkast það sem nokkuð hresst á mínum mælikvarða (þó að stóla-standeríið sé einungis vegna undarlegra söngsiða sænskra stúdenta).

Í ferðinni tókst mér síðan að afgreiða flest allar jólagjafirnar, ekkert smá næs. Það var samt ferlega leiðinlegt að kveðja Jón, þó að mar ætti að vera komin í æfingu. En maður verður bara að horfa á björtu hliðarnar og hugsa með sér að það er lúxusvandamál að hafa einhvern til að sakna, sérstaklega þegar maður veit að við hittumst bráðum aftur.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim aftur sæta! Já og til hamingju með útskriftirna!!!

01 nóvember, 2006 09:27  
Anonymous Nafnlaus said...

Hörru...bara komin og farin aftur, orðið svo langt síðan við sáum þig síðast...en til hamingju með meistaratitilinn :D

04 nóvember, 2006 09:58  
Blogger Dagny Ben said...

Til hamingju með titilinn!

06 nóvember, 2006 16:11  
Blogger Elísabet said...

Takk fyrir, já ég stoppa alltof stutt í þessum ferðum mínum. Ég stefni þó á að stoppa lengur í des. og við getum kannski öll hist þá!

06 nóvember, 2006 23:35  

Skrifa ummæli

<< Home