fimmtudagur, júlí 06, 2006

Komin á klakann

Jæja, þá erum við komin á klakann í stutta heimsókn. Við komum síðasta mánudag og förum aftur til Stokkhólms þann 17. Alltaf gaman að koma heim og hitta fólkið, ég hef ekki hitt fjölskylduna síðan um jólin, og margt hefur breyst í Hafnarfirði, ja, ef ekki bara í allri Reykjavík og nágrenni hennar. Allstaðar er verið að rífa gömul hús til að byggja ný og betri, verið að vinna í vegum og samgöngumannvirkjum og nýjar verslanir að skjóta upp kollinum. Alltaf gaman að sjá eithvað nýtt.

Ps. Við erum með gömlu símanúmerin ef einhver vill ná í okkur :)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þið ætlið þá að mæta í Sléttuhíðina yfir helgina - eða????

08 júlí, 2006 02:30  
Anonymous Nafnlaus said...

SORRY, VIÐ ERUM AÐ FARA Í GRILLVEISLU :)

09 júlí, 2006 05:43  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir mig :)))

10 júlí, 2006 03:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim!!! Vona að ég hitti ykkur eitthvað áður en þið farið aftur út! Kv. ELLA

10 júlí, 2006 12:26  

Skrifa ummæli

<< Home