Til hamingju Ásta og Ingvar!
Dagurinn byrjaði brillíant vel. Okkur var tilkynnt það að Ásta frænka hefði farið inn á spítala í gær og fætt lítinn strák í nótt. Litla hetjan var 52cm og 15 merkur. Ég veit að ég er "bara" frænka, og þannig séð ekki svo nærskyld, en ég er alveg að springa úr stolti. Ásta er nú líka meira eins og systir en frænka, enda vorum við nú mestu síamstvíbbar ever þegar við vorum litlar. Þegar við vorum búnar að sitja saman fyrstu þrjú árin ákvað kennarinn að við yrðum að stija hjá einhverjum öðrum. Við héldumst dauðskelfdar í hendur og ég fór meira segja að gráta. Heimurinn hlaut að bara að farast... ég skildi ekki hvernig svona grimmd væri til! Frá því að við munum eftir okkur og fram í barnaskóla þá gengum við alltaf í eins fötum og leiddumst út um allt. Á morgnanna skutlaði mamma hennar Ástu meira segja heim til mín í pössun og skeið hún uppí til mín og við kúrðum aðeins lengur. Í mörg ár átti hún tannbursta heima hjá mér út af því að hún, þannig séð, vaknaði og byrjaði daginn þar. Ásta átti meira segja að fara í Víðistaðaskóla en mömmur okkar sáu ekki fram á að það yrði hægt að skilja okkur að, þannig að Ásta fékk undanþágu og kom með mér í Engidalsskóla. Við vorum meira segja saman á leikskóla. Ásta var samt á kisudeildinni og ég bangsadeildinni. Þeim tókst þó ekki að stíja okkur í sundur því að oft og iðulega heimtuðum við að fá að fara í dagsheimsóknir á hina deildina. Góðar minningar þaðan, enda er enn þann dag í dag sígildur brandarinn "hver er að trampa yfir brúna mína!". En sá brandari á rætur sínar í frábæra leikframmistöðu Ástu sem litla kiðakið. Ég man ekki betur en að hún hafi verið með þeim stærstu á deildinni. Stærðarmunurinn á okkur kom mér nokkuð vel í gegnum tíðina enda hótaði hún nokkrum hrekkjusvínum hressilegum barsmíðum þegar þeir sáu mig sem auðvelt fórnarlamb (enda dvergur að stærð). Já, ég man ekki betur en að Ásta hafi rifið einn þeirra upp á hálsmálinu og hent í burtu... en það gæti svo sem verið hetjuljóminn af henni sem er eitthvað að ýkja í minningunni. Og það sem hún var þolinmóð að reyna kenna mér fótbolta, uss,uss... hún reyndi allt hvað hún gat. Ef ég hefði einhvern snefil af hæfileikum í þá áttina þá væri ég orðin fræg í dag. En því miður þrátt fyrir mikla kennslu, þá fannst mér alltaf miklu skemmtilegra að sitja á bekknum og spjalla við hinar stelpurnar. Hafði engan áhuga að fara inná. Var samt alltaf rosa montin að eiga vinkonu sem var svona ýkt klár... mér fannst hún náttla alltaf klárust. Enda þurfti ég kannski ekkert að vera góð í fótbolta, við vorum alltaf teymi og þar sem hún var búin að afgreiða þá deildina þá fann ég enga þörf hjá mér.
Við vorum nokkuð duglegar á listasviðinu. Áttum það til að gefa út ógleymanlegar ljóðabækur. Man eftir einni sem var gefin út í sláturgerð hjá mömmu. Við sömdum meira segja lag við eitt ljóðið.
Stóri folinn minn
litli folinn þinn
hleypa sér í hring
þeir hoppa
þeir hoppa
til mín
Við leikum okkur saman
og dingalingaling
Þvílíkt snilld. Svo var hver og ein síða skreytt með glæsilegum teikningum. Allt bundið inn og svo selt. Við vorum miklir bisnesskonur og byrjuðum snemma að búa til pening. Við t.d. máluðum steina og vatnslitsmyndir og gengum í hús og seldum. Ef einhver undrar... þá erum við báðar með bsc. í viðskiptafræði í dag.
Einhvern tíman vorum við með vísindaklúbb. Við áttum til að blanda saman undarlegustu hráefnum í skál og athuga hvað við gætum fengið út úr því. Venjuleg blanda væri, slatti af mjólk, smá seríós, sykur, kakó, tannkrem, hárfroða, sjampó, spagettí og svona til að skreyta þetta þá var afar vinsælt að skella smá matarlit út í. Mesta fjörið var þó að reyna koma helvítis ógeðinu út og hella niður um ræsið án þess að Þórdís kæmist að þessu. Ræsið á Hjallabrautinni var oft afar undarlegt á litinn...en við könnuðumst ekkert við málið. Algjörlega saklausar af þessu öllu saman.
Ég gæti haldið áfram endalaust og komið með milljón góðar sögur af okkur tveimur. Ég ætla þó að geyma eitthvað, hver veit nema maður þurfi að halda ræðu einhvern tímann í brúðkaupi. En enn og aftur, til hamingju með litla strákinn ykkar. Ég samgleðst ykkur innilega og get ekki beðið eftir að fá að hitta ykkur öll, og sérstaklega að fá að halda á honum.
Við vorum nokkuð duglegar á listasviðinu. Áttum það til að gefa út ógleymanlegar ljóðabækur. Man eftir einni sem var gefin út í sláturgerð hjá mömmu. Við sömdum meira segja lag við eitt ljóðið.
Stóri folinn minn
litli folinn þinn
hleypa sér í hring
þeir hoppa
þeir hoppa
til mín
Við leikum okkur saman
og dingalingaling
Þvílíkt snilld. Svo var hver og ein síða skreytt með glæsilegum teikningum. Allt bundið inn og svo selt. Við vorum miklir bisnesskonur og byrjuðum snemma að búa til pening. Við t.d. máluðum steina og vatnslitsmyndir og gengum í hús og seldum. Ef einhver undrar... þá erum við báðar með bsc. í viðskiptafræði í dag.
Einhvern tíman vorum við með vísindaklúbb. Við áttum til að blanda saman undarlegustu hráefnum í skál og athuga hvað við gætum fengið út úr því. Venjuleg blanda væri, slatti af mjólk, smá seríós, sykur, kakó, tannkrem, hárfroða, sjampó, spagettí og svona til að skreyta þetta þá var afar vinsælt að skella smá matarlit út í. Mesta fjörið var þó að reyna koma helvítis ógeðinu út og hella niður um ræsið án þess að Þórdís kæmist að þessu. Ræsið á Hjallabrautinni var oft afar undarlegt á litinn...en við könnuðumst ekkert við málið. Algjörlega saklausar af þessu öllu saman.
Ég gæti haldið áfram endalaust og komið með milljón góðar sögur af okkur tveimur. Ég ætla þó að geyma eitthvað, hver veit nema maður þurfi að halda ræðu einhvern tímann í brúðkaupi. En enn og aftur, til hamingju með litla strákinn ykkar. Ég samgleðst ykkur innilega og get ekki beðið eftir að fá að hitta ykkur öll, og sérstaklega að fá að halda á honum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home