Hildur í heimsókn
Ég sagði ykkur frá því síðast að ég er búin að ákveða efni fyrir lokaverkefnið mitt. Mér finnst það afar spennó og við Malin vorum báðar voða æstar yfir því. Við eigum reyndar eftir að hitta leiðbeinandann okkar til að fá efnið samþykkt, en ég held að það ætti ekki að vera fyrirstaða þar. Ég á örugglega eftir að blaðra um verkefnið hérna, þannig að ég ætla að bíða aðeins með að skrifa um það, svona aðeins til að spara ykkur.
Annars gisti Hildur vinkona hjá okkur í gær. Hún var að flytja heim frá Skövde og fékk að krassa hjá okkur fyrir flugið. Það var mjög gaman að fá hana í heimsókn og fórum við með hana á Onsdags til að fá okkur ódýran öl.
Annars langaði mig bara að benda á brillíant blogg hjá sloppadýrinu okkar.
Kram,kram!
Annars gisti Hildur vinkona hjá okkur í gær. Hún var að flytja heim frá Skövde og fékk að krassa hjá okkur fyrir flugið. Það var mjög gaman að fá hana í heimsókn og fórum við með hana á Onsdags til að fá okkur ódýran öl.
Annars langaði mig bara að benda á brillíant blogg hjá sloppadýrinu okkar.
Kram,kram!
1 Comments:
Hæhæ, ég var aðeins að kíkja á linkana ykkar og sá mér til mikillar furðu að gamla bloggið mitt er þarna en ekki skringilegheita bloggið. Þessu verður að breyta held ég ;)
Skrifa ummæli
<< Home