Múhameð, fjallið og steikin
Ég var svo uppnumin í gær yfir litla frænda og gleymdi mér svo mikið í nostalgíunni að ég sagði ekkert frá göngutúrnum okkar. Við fórum í alveg rosa göngutúr á sunnudaginn, alveg óvart. Löbbuðum hérna niður að vatni, og ákváðum svo að kíkja aðeins í áttina að Fridhemsplan. Áður en við vissum vorum við komin að St. Eriksplani sem er talsvert austar og nær miðbænum. Þá var tekin stefnan á Odenplan og svo að Tekniska. Þaðan löbbuðum við upp að Kräftriket þar sem ég er í skóla. Þegar þangað kom, þá sáum við að Brunnsviken (vatnið) var alveg lagt og mikið af fólki á skautum,skíðum og að labba. Við skelltum okkur út á og ákváðum að rölta bara þvert eftir endilöngu vatninu upp í Bergshamra. Það passaði að þegar við komum upp í Bergshamra þá var komin tími á að elda kvöldmat og skelltum við okkur til Sveinbjargar og Gumma. Í töskunni hjá Jóni leyndist nefnilega roastbeef stykki og kjötmælir og vorum við mætt til að bjóða þeim í mat, heima hjá þeim. Ragnhildur litla var nefnilega svoldið veik og því eru foreldrar hennar ekkert að flakka mikið þessa dagana. En ef Múhameð kemst ekki til fjallsins þá kemur fjallið til hans. Þannig að Jón eldaði þessa glæsilegu steik fyrir okkur. Hún var alveg hrikalega góð. Það var heldur ekki leiðinlegt að hafa drottningu bernaise-sósu gerðarinnar á svæðinu, og stóð hún sig með prýði eins og venjulega. Mikið er langt síðan mar hefur fengið sósuna góðu hjá Sveinku. Svo í eftirrétt fengum við rosa góða franska súkkulaðiköku, nammi, namm...
Kvöldið endaði svo á því að Gummi kenndi okkur Texas Hold'em og ég tapaði öllu. En sem betur fer talar Gummi ennþá um eitthvað furðulegt atvik í Munchkin þannig að ég held að minn spilaheiður er ekkert svo svertur... ekkert svo mikið alla veganna.
Kvöldið endaði svo á því að Gummi kenndi okkur Texas Hold'em og ég tapaði öllu. En sem betur fer talar Gummi ennþá um eitthvað furðulegt atvik í Munchkin þannig að ég held að minn spilaheiður er ekkert svo svertur... ekkert svo mikið alla veganna.
3 Comments:
Hólí!!!
Ég fékk vatn í munninn við að lesa þetta, hefði viljað vera í mat hjá ykkur nammmmmmmmmmmmmm :)
Men hvað ég hlakka til þegar þið flytjið loksins heim og farið að droppa inn með steik hjá mér :P
Smjatt smjatt, rosa góður matur og takk fyrir okkur.
Þið alltaf velkomin með svona nesti :)
Skrifa ummæli
<< Home