Góðverk dagsins
Það er orðið ansi kalt í Stokkhólmi og snjórinn liggur yfir öllu. Ég hef fundið afar mikið til með kanínu-vinum mínum og ég skil ekkert í því hvernig þær ætla að fara að því að lifa þetta af. Við Jón ákváðum að skella okkur í labbitúr í dag, því sólinn skein svo skemmtilega. Jón skrapp á klóið áður en við fórum út og ég greip tækifærið og stökk í ísskápinn og fyllti vasann hjá mér af káli og gulrótum. Þegar við gengum svo fram hjá einni vinkonu minni, sem sat skjálfandi inn í runna, þá notaði ég tækifærið og hoppaði yfir skaflinn og skutlaði til hennar slatta af káli og einni gulrót. Hún reyndar hljóp dauðskelkuð í burtu, vissi ekki hvað rauðhærði geðveiklingur þetta væri sem væri að reyna kasta í hana gulrót! En þegar við komum tilbaka úr labbitúrnum þá sat hún og kjammsaði góðgætið í sig. Hún kunni greinilega vel að meta gjöfina, enda líkalega ekki svo mikið fyrir hana að fá þessa dagana. Ég var bara nokkuð ánægð með sjáfla mig og fannst ég hafa unnið hið mesta góðverk. Jón hristi hinsvegar hausinn og muldraði eitthvað um að ég væri eitthvað undarleg.
Í labbitúrnum gengum við hérna niður að vatni eins og svo oft áður. Munurinn á þessari ferð og öðrum var að nú gengum við á vatninu en ekki við það. Vatnið hafði s.s. lagt í kuldanum að undanförnu og nú er allt vatnið frosið, bakka á milli. Þá lá við að við gætum rölt beint yfir til Heiðrúnar og Ragga, en við lögðum ekki í það þar sem miðjan er stundum ótraust. Það var þó heilmikil traffík á vatninu, fólk var bæði að skauta, veiða í gengum vök, gönguskíðast, skokka og draga krakka um á snjóþotum. Manneskja dagsins var þó líklega gamla konan sem skundaði hraustlega eftir vatninu með trillu á undan sér (svona eins og amma á). Hún snéri sér að okkur þegar hún mætti okkur, nokkuð móð og með eldrauðar kinnar og spurði hvaða hverfi þetta væri eiginlega við bakkann? Við gátum ekki annnað en velt því fyrir okkur hvað hún hefði labbað langt ef hún vissi ekki lengur hvar hún væri.
Í labbitúrnum gengum við hérna niður að vatni eins og svo oft áður. Munurinn á þessari ferð og öðrum var að nú gengum við á vatninu en ekki við það. Vatnið hafði s.s. lagt í kuldanum að undanförnu og nú er allt vatnið frosið, bakka á milli. Þá lá við að við gætum rölt beint yfir til Heiðrúnar og Ragga, en við lögðum ekki í það þar sem miðjan er stundum ótraust. Það var þó heilmikil traffík á vatninu, fólk var bæði að skauta, veiða í gengum vök, gönguskíðast, skokka og draga krakka um á snjóþotum. Manneskja dagsins var þó líklega gamla konan sem skundaði hraustlega eftir vatninu með trillu á undan sér (svona eins og amma á). Hún snéri sér að okkur þegar hún mætti okkur, nokkuð móð og með eldrauðar kinnar og spurði hvaða hverfi þetta væri eiginlega við bakkann? Við gátum ekki annnað en velt því fyrir okkur hvað hún hefði labbað langt ef hún vissi ekki lengur hvar hún væri.
3 Comments:
Ææ en frábært!! Elísabet en hvað þú varst góð við litla sæta kanínuskinnið :)
Kv. Ella
helt otroligt!
hjartað er á réttum stað í stúlkunni ;)
Skrifa ummæli
<< Home