Til hamingju!
Vörnin gekk víst bara vel fyrir sig, engar erfiðar spurningar sem ekki var hægt að svara og almenn ánægja var með verkefnið. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur við að kynna verkefnið.
Eftir vörnina fékk Jón sendan blómvönd og kampavín frá fjölskyldunni heima á Íslandi, með þeim skilaboðum að þau væru hreinlega að rifna úr stolti.Ég gæti ekki verið meira sammála þeim því að ég er alveg að springa úr monti af manninum mínum.
14 Comments:
Þú ert yndislegur og æðislegur, klárasti strákur í geimi og átt allt gott skilið í heiminum. Ég er að rifna úr stolti yfir æðislega frábæra og sæta bróður mínum!!!!!
KNÚÚÚÚS til ykkar. sakna ykkar all over the place og hlakka þvílíkt til að hitta ykkur 18.des.
þín systir.
Já við erum öll rosalega stolt og ég hef td. ekki undan að snýta mér og þurrka tárin..... Frábært hjá þér og innilega til hamingju með þennan áfanga elsku strákurinn minn !
Ástarkveðjur og knús !
Mamma
Heimurinn allur:
Sjáið þið! Strákinn minn. BESTUR!!. Hann er sko sannarlega sonur hennar mömmu sinnar - og mín - og ég er frá mér numinn af stolti. Ég felli tár þér til heiðurs. Gæfa og gjörvuleiki fylgi þér elskan mín um alla framtíð sem hingað til. Beta mín: Innilega til hamingju með áfangann því ég veit að þú átt ekki minnsta þáttinn í þessu öllu saman. "Enginn er eylandi í lífsins ólgu sjó."
einn að rifna úr stolti,
pabbi
Hæ þarna þið, til hamingju með allt saman og nu skal du liva i hundred år. (er þetta ekki rétt skrifað?)
fjölskyldan byður að heylsa og segjir öll sem ein : til hamingju Jón og beta.
Til hamingju!! :)
Innilegar hamingjuóskir Jón Grétar þú ferð létt með þetta og átt mikið meira inni við erum solt af þér og ganig ykkur allt í haginn.
Kærar kveðjur frá Breiðvanginum.
Elsku hjartan "frændi minn" og okkar allra. Hjartanelga til hamingju með þennan stórkostlega áfanga þinn og sigur. Við erum ofsalega stolt af þér og ekki síður montinn. Var að tala við ömmu Rósu og sagði hún mér þessar dásamlegu fréttir. Nú verður mér hugsað til litla drengsins sem söng hástöfum "Prins Póló" lagið með sinni fallegu rödd.
Það renna hér niður vanga minn stolt tár þér til heiðurs.
Elsku Jón Grétar okkar innilegar hamingjuóskir enn og aftur og Beta mín góðir og miklir menn hafa alltaf haft sér við hlið góðar og miklar konur.
Hlakka til að sjá ykkur um jólin, sendi alla mína ást og þúsund kossa.
Ykkar Dísa frænka og Óli frændi.
Frábært, innilega til hamingju :)
Kv.Halla (yngri) frænka
Grattis!
Sveinbjörg, Gummi og Ragnhildur
Innilega til hamingju, alveg frábært hjá þér Jón Grétar. Hafði það nú alveg rosa gott og yndislegt í Tallin hlakka til að heyra sögur þaðan þegar þig komið til baka :-) kv.Ásta og bumbubúinn
Til hamingju!!! (gleymdi víst að minnast á þetta um helgina... hehemmm...) ...og takk fyrir helgina!!!
Elsku Jón Grétar, síðbúnar hamingjuóskir, við erum yfir okkur montin af þér, elsku strákurinn okkar. Gangi þér ávallt vel.
knús til ykkar beggja, Amma Rósa og Donni afi.
fælles mont mont hér frá köben.....til hamingju sæti frændi..... og beta auðvitað... sjáumst í des. ást og kossar, halldóran og ísoldin
Skrifa ummæli
<< Home