mánudagur, október 24, 2005

Kæra til Amnesty

Mikið var ég montin af öllum konunum heima á Íslandi. Hefði ekkert haft á móti því að vera með. Ég er meira segja að spá í að koma út úr skápnum sem feministi, svona í tilefni dagsins.
Það er samt annað sem liggur mér líka á hjarta. Á föstudaginn fékk ég þær fréttir að einkunnirnar úr Vísindaheimspekinni væru komnar. Því miður voru niðurstöðurnar ekki glæsilegar. Það voru einungis 5 sem náðu úr öllum bekknum! Krapp...
Ég tékkaði á listanum uppfrá og mitt nafn var ekki á listanum og það vantaði nokkra úr bekknum á listan. Bosse kennarinn minn gaf mér þá útskýringu að ég hefði líklega fallið og því hefði nafnið mitt ekki farið á listan. Great!!! Ég var svo sem ekkert svo hissa, þessi kúrs var ekkert grín og ég vissi að ég var í fallhættu. Fyrsta fallið mitt... ever! Jæja, ef maður þarf að tapa, þá var ég svo sem alveg sátt við að tapa fyrir vísindaheimspeki á sænsku.
Upptökuprófið er svo þann 18. nóv frá kl:18-22. Hvað á það að þýða??? Próf á föstudagskvöldi milli kl:18-22.... halllllóóó!!! Hver gerir fólki solleis? Er verið viljandi að pynta fólk sem fellur í prófum? Það á að kæra svona lagað til Amnesty!
Í tímanum í morgun var svo mikið rætt um þetta próf . Fólk var engan veginn sátt með að öll nöfnin voru ekki á listanum osfrv. Þá tók Fredric það upp hjá sér að hringja í kennarann sem fór yfir prófið. Hann spurði um nöfnin á öllum í bekknum til að fá að vita hverjir stóðust og hverjir ekki. Ég plataði hann til að spyrja fyrir mig líka... held hann hafi ætlað að sleppa því fyrst. Held hann hafi ekki lagt í að bera fram Grétarsdóttir. Eníhú... getið hvað... Fredric spyr kennarann um ungfrú Grétarsdóttir. Kennarinn svarar honum einhverju, Fredric snýr sér svo við, brosir til mín , kinkar kolli og gefur mér svo þumalinn upp!!! What!!! Haldið að ég hafi þá ekki bara náð helvítis prófinu! Núna er ég sko að springa úr monti.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

24 október, 2005 22:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju !!! Það er nátttúrulega ekki við öðru að búast af þér :)

24 október, 2005 23:53  
Blogger Magdalena said...

Snillingur. Það þarf ábyggilega vitneskju í vísindaheimspeki ef við ætlum að skella saman einu stykki klónaher eftir einhver ár, haggi?

25 október, 2005 18:05  
Anonymous Nafnlaus said...

bestust !!
Til lukku og gott að þú slappst með skrekkinn...
ástarkveðjur
T-mom

26 október, 2005 02:07  

Skrifa ummæli

<< Home