sunnudagur, október 23, 2005

Íslenskur söng-arfur

Ég var að velta fyrir mér íslenskum söng-arf núna um daginn eftir að ég var á tónleikum með Vox feminie. Brillíant tónleikar í alla staði, verð ég að segja.
Eftir tónleikana fór ég að velta fyrir mér hvernig maður ætti að útskýra frægu lögin okkar fyrir útlendingum. T.d. Vísur Vatnsenda Rósu... einstaklega fallegar vísur nema það að það kemur ekki vel út að segja " well, she loved him a lot but now she wishes that they never met." Og hvað þá Sofðu Unga Ástin Mín : "Well the young mother is putting her baby to sleep before she throws it into the waterfall because it will never survive the hard winter " Og að lokum Móðir Mín í Kví, Kví:" Well the young woman killed her baby some years before, and now the baby's gost is haunting its own mother, and drives her to insanity!".

Yndislega falleg lög, en mikið ofsalega var íslenska þjóðarsálin þunglynd.
Man einhver eftir hressum og kátum gömlum íslenskum þjóðlegum, þar sem ekki kemur eymd og volæði fyrir í???

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home