Bæði fúlt og asnalegt
Eitt búið, eitt eftir. Jón fór í próf á föstudaginn og gekk víst bara ágætlega. Síðan tók við Numeriskar Metoder (... ekki spyrja hvað það er!). Ég hins vegar ætlaði að vera svo dugleg að læra, nema hvað, ég komst að því mér til mikillar mæðu að það er víst ekki nóg að ákveða það bara. Maður þarf víst líka að opna skólabækurnar og lesa þær. Frekar fúlt og bara asnalegt, ef þið spyrjið mig!
Svo fór ég í bandí í dag með hinum stelpunum. Jón varð eftir heima vegna próflesturs. Ég, Dagný og Rósa skelltum okkur svo á eina tyrkjapizzu á eftir... það var voða gott. Við ákváðum að vera hagsýnar húsmæður og keyptum saman fjölskyldupizzu (ódýrara). Nema hvað... kom ekki fram þessi allra stærsta pizza sem ég hef séð. Gaurinn var s.s. ekkert að djóka þegar hann baðaði út höndunum þegar ég spurði hann hversu stór fjölskyldupizzan væri. Merkilegt nokk... hún rann samt öll léttilega ofan í okkur. Mikið vekur svona bandí upp hjá manni matarlystina.
Svo fór ég í bandí í dag með hinum stelpunum. Jón varð eftir heima vegna próflesturs. Ég, Dagný og Rósa skelltum okkur svo á eina tyrkjapizzu á eftir... það var voða gott. Við ákváðum að vera hagsýnar húsmæður og keyptum saman fjölskyldupizzu (ódýrara). Nema hvað... kom ekki fram þessi allra stærsta pizza sem ég hef séð. Gaurinn var s.s. ekkert að djóka þegar hann baðaði út höndunum þegar ég spurði hann hversu stór fjölskyldupizzan væri. Merkilegt nokk... hún rann samt öll léttilega ofan í okkur. Mikið vekur svona bandí upp hjá manni matarlystina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home