fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Snýtingar

Afhverju er dónalegt að snýta sér fyrir framan fólk á Íslandi, en ekki annars staðar?

4 Comments:

Blogger Dagny Ben said...

Skil þetta ekki!
Mér (og held ég flestum Íslendingum) finnst skárra að sjúga pent í nefið í stað þess að draga upp útúrsnýttan vasaklút úr vasanum og snýta sér með tilheyrandi látum.
Sinn er siður...

04 nóvember, 2005 09:18  
Anonymous Nafnlaus said...

er það dónalegt??? ég vissi það ekki :) en það er þá e-ð nýtt því gömlu kallarnir gera það með miklum látum og finnst jafnvel allt í lagi að lána börnum klútinn sinn sem mér finnst reyndar grós

04 nóvember, 2005 21:57  
Blogger Elísabet said...

Börn og gamalmenni eru undanþeginn. Enda gilda aðrar reglur um þau í venjulegum samskiptum, t.d. gamalt fólk og börn eiga það til að standa of nálægt manni eða nota líkamlega snertingu (við leyfum kannski ókunngum gömlum konum að klappa okkur á öxlinni þegar hún spjallar við okkur, ef maður um 35 ára gerði sömu hreyfingu væri það bara krípí.)þegar það spjallar við mann. Annars á ég aðallega við það, sem við íslendingarnir hérna höfum verið að furða okkur aðeins á, þegar jafnaldrar okkar eru að spjalla við okkur, draga upp vasaklút, snýta sér nokkuð hressilega í hann. Svo svona rétt til að toppa ógeðið, þá stinga sumir fingrinum í vasaklútinn og troða honum upp í nefið á sér, svona rétt til að ná því síðasta. Og á meðan þessum ferli stendur þá heldur manneskjan uppi fullum samræðum.
... Ég tek undir með Dagný og segi, frekar sýg ég pent upp í nefið!

05 nóvember, 2005 10:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála!! Sérstaklega þegar fólk er að snýta sér í tímum svo hátt og mikið að maður heyrir ekki í kennaranum.

07 nóvember, 2005 09:56  

Skrifa ummæli

<< Home