sunnudagur, október 30, 2005

...draumur sem sótti á!

Fyrir nokkrum vikum dreymdi mig svo hrikalega raunverulegan draum. Þetta var einn af þessum draumum sem sækir á mann allan daginn. Hann fór ekki úr hausnum á mér og ég hafði mikla þörf fyrir að heyra í þessari konu sem mig dreymdi. En það er kannski ekki eðlilegast í heimi að hringja frá Svíþjóð og "Hæ elskan, long time no see, en ég get bara hreinlega ekki sofnað ef ég spyr þig ekki!". Ég gafst að lokum upp fyrir sjálfri mér og ákvað að hringja og spyrja hreint út hvort það gæti nú staðist að hún væri ólétt. Mig dreymdi sem sagt svona rosalega skýrt að það væri barn á leiðinni. Nema hvað, manneskjan bæði hálf-hikstaði og flissaði yfir þessari vitleysu í mér. Hún var þó furðulega forvitin um drauminn sjálfan, en nei... þetta stemmdi engan veginn og ekkert svoleiðis í gangi.

Í dag bárust fréttirnar, hún er sett um miðjan Maí.

2 Comments:

Blogger Dagny Ben said...

Þetta er magnað... en jafnframt nett krípí.
Verður að láta mig vita ef þig dreymir eitthvað um mig, nema það sé mjög slæmt og verði til þess að ég þori ekki að labba yfir götu eða fara út úr húsi yfir höfuð.

02 nóvember, 2005 18:25  
Blogger Elísabet said...

usss... þú ættir að vita hvað mig dreymdi um þig, Dagný þó!!!

02 nóvember, 2005 21:37  

Skrifa ummæli

<< Home