sunnudagur, nóvember 06, 2005

Bleika helgin

Prófið á föstudaginn gekk svona lala. Við fáum að sjá árangurinn úr því seinna. Annars skelltum við okkur beint í partí eftir prófið og að sjálfsögðu mættum við í bleiku. Ég er ekki frá því að við höfum tekið okkur bara ágætlega út, það gæti svo sem líka alveg verið áfengið sem villti mér sýn. Ætli það sé ekki bara best að óska eftir myndum?
Partíið tókst dúndurvel hjá þeim niðrí Necklinge. Ætli það sé ekki best að segja að það hafi verið rosa stuð og rosa mæting, sérstaklega þar sem rosa þýðir bleikt á sænsku.
Í gær lönuðu svo strákarnir allan daginn þannig að við Heiðrún skelltum okkur saman í bæinn og enduðum svo heima hjá henni í föndurstuði. Bjuggum til í samvinnu tvo engla... og að sjálfsögðu kom ekkert til greina en að þeir væru bleikir svona í stíl við helgina. Við Jón vorum síðan ekki komin heim til okkar fyrr en um eitt leytið í nótt.
Á eftir er planið að hitta aðra á hæðinni okkar og snæða með þeim pizzu. Það verður gaman að sjá með hverjum maður býr!
Sjáumst!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home