Tallinn, jólaskapið og veturinn
Við skelltum okkur í siglingu til Tallinn um helgina. Nokkuð hress ferð! Með okkur í för voru 10 félagar hérna úr Stokkhólmi. Það var haldið kojufyllerí og þá var það sko ekta kojufyllerí, 12 manns í 9 fm klefa með 4 kojum! Svo var sungið í karokee, bæði "Diggiloo digilæ" og "I will survive" svo voru fæturnir dansaðir af. Næsti dagur fór í að skoða Tallin, mér finnst þetta svo mögnuð borg. Svo að sjálfsögðu fylltum við vel á barinn okkar hérna heima.
Annars er ég búin að vera að taka þátt í Future Design Days með bekknum mínum. FFD er hönnunarsýning sem leggur áherslu á hönnun og framtíðina. Þetta var frekar kúl allt saman.
Svo er jólastuðið alveg að hellast yfir mann, haldið að við höfum ekki afgreitt bara 4 jólagjafir í dag. Nokkuð gott myndi ég segja, svona miðað við fólk sem reddar þessu yfirleitt á síðustu stundu. Mikið erum við að verða sænsk. Svo er planið næstu daga að læra, baka smákökur og jafnvel setja upp svona eins og eina jólaseríu.
Sjáumst seinna,
P.s. það er ekki komin snjór, en veturinn kom samt klárlega í gær. Bæði kom frost og úlpan var tekin í notkun... birrrr!
Annars er ég búin að vera að taka þátt í Future Design Days með bekknum mínum. FFD er hönnunarsýning sem leggur áherslu á hönnun og framtíðina. Þetta var frekar kúl allt saman.
Svo er jólastuðið alveg að hellast yfir mann, haldið að við höfum ekki afgreitt bara 4 jólagjafir í dag. Nokkuð gott myndi ég segja, svona miðað við fólk sem reddar þessu yfirleitt á síðustu stundu. Mikið erum við að verða sænsk. Svo er planið næstu daga að læra, baka smákökur og jafnvel setja upp svona eins og eina jólaseríu.
Sjáumst seinna,
P.s. það er ekki komin snjór, en veturinn kom samt klárlega í gær. Bæði kom frost og úlpan var tekin í notkun... birrrr!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home