Smákökur
Haldiði að við höfum ekki tekið okkur hlé frá amstrinu til að baka smákökur. Aldeilis fínt, Lionbar smákökur, ekki verra að setja súkkulaðistykki saman við smákökur :) Við ætlum að setjast fyrir framan Scrubs núna og slappa af og undirbúa okkur undir komandi törn, það lítur út fyrir að við höfum nóg að gera fram að jólum. Ég hélt að þetta væri bara smooth sailing framundan en þá uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að taka nokkur verkefni með í reikninginn. Ekkert alvarlegt þó...
Ég var áheyrandi í vörn hjá strák frá Jórdaníu í dag, hann var víst að fá starf sem ráðgjafi í öryggismálum í Saudi-Arabíu og fer þangað eftir viku. Ég var svo mikill bastarður að tilkynna yfirmanni deildarinnar hans að hann hafði coperað megnið af verkefninu beint af einhverjum vefsíðum án þess að nefna það, þannig að það stefnir allt í það að hann útskrifist ekki í náinni framtíð. Annars var hann Niko félagi minn svo æstur í vörninni að það þurfti að róa hann niður, ég beið bara eftir að hann færi að kalla strákinn einhverjum nöfnum. Hann hefur ekki verið þekktur fyrir að vera rólegur svo sem strákurinn, enda frá Grikklandi :)
Jæja, ætla að fara að smakka á afrakstri kvöldsins...
Ég var áheyrandi í vörn hjá strák frá Jórdaníu í dag, hann var víst að fá starf sem ráðgjafi í öryggismálum í Saudi-Arabíu og fer þangað eftir viku. Ég var svo mikill bastarður að tilkynna yfirmanni deildarinnar hans að hann hafði coperað megnið af verkefninu beint af einhverjum vefsíðum án þess að nefna það, þannig að það stefnir allt í það að hann útskrifist ekki í náinni framtíð. Annars var hann Niko félagi minn svo æstur í vörninni að það þurfti að róa hann niður, ég beið bara eftir að hann færi að kalla strákinn einhverjum nöfnum. Hann hefur ekki verið þekktur fyrir að vera rólegur svo sem strákurinn, enda frá Grikklandi :)
Jæja, ætla að fara að smakka á afrakstri kvöldsins...
3 Comments:
vúbbsa deisí, það stefnir ekki í mikið öryggi í Saudíinu :P
Hvað er samt málið með copy-paste af internetinu þegar maður er að klára háskólagráðu...reyndar fengu Indverjarnir skömm í hattinn fyrir sömu vinnubrögð þegar ég var að klára. Kannski þykir þetta ekkert stórmál þarna í suðrinu(?)
Ég skil ekki þessa áráttu með þetta, ég er búinn að lesa nokkur verkefni og það er nánast alltaf það sama. Kanski er þetta einmitt mismunandi menningarheimar, ég veit um nokkra sem reyna að komast upp með þetta og hlægja svo bara þegar þeir nást, fatta ekki að heiður þeirra sem vísindamanna og verkfræðinga er að veði.
Reyndar hef ég nokkra leiðbeinendur grunaða um léleg vinnubrögð, þeir eiga nú að tékka á þessu áður en vörnin fer fram :)
já svoleiðis fór sem sagt með strákgreyið og verkefnið hans... ætlaði einmitt að spyrja þig hvernig þetta hefði endað!
Skrifa ummæli
<< Home