mánudagur, nóvember 28, 2005

...sjúga spilið fast

Kolla hefur verið síðustu dagana að útskýra skemmtilega frasa og orð á sænsku. Hún fyllti mig að innblæstri og ég mundi eftir einu sænsku "orði" sem mér finnst algjört brill. Maður setur varirnar í stút, og blæs svo hratt inn. Þetta er mjög svipað eins og í gamla partíleiknum þar sem maður reynir að halda spili á vörunum með því að sjúga því að sér. Þegar maður gerir þetta þá er maður víst að samþykkja það sem er sagt við mann. Nokkurs konar íslenskt "ahamm!". Þetta hljóð er ættað frá Norður-Svíþjóð, en þar er víst lagður mikill metnaður í að segja jafn lítið og mögulegt er.

2 Comments:

Blogger Magdalena said...

hahaha, Siggi bróðir notar þetta látbragð enda orðinn skuggalega mikill svíi! Hann hlýtur að hafa umgengist "norðlendinga" þegar hann bjó í Stokkhólmi, nema þessi sogveiki hafi breiðst alla leið niður í Småland :)

28 nóvember, 2005 20:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha þetta hef ég enn hvorki séð né heyrt...hef augu og eyru opin hér eftir.

29 nóvember, 2005 00:26  

Skrifa ummæli

<< Home