... ef ég nenni!
"...lalala, ef ég nenni" fer að verða það algengasta sem kemur út úr mínum munni þessa dagana. Er ég alveg að sleppa mér í framtaksleysinu og letinni??? Nei, ég kolféll í jólaskapið og syng nú þessi undarlegu íslensku jólalög með ennþá undarlegri textum.
Annars ruku smákökurnar okkar út og komin tími á næstu umferð. Síðan var Randalínan bökuð í gær og þá fyrst kom alvöru jólalykt í íbúðina. Við fengum reyndar"alvörru" Randalínu senda í póstinum í dag, þannig að hana ætti ekki að skorta á aðventunni.
Raggi og Heiðrún kíktu til okkar í gærkvöldi og spiluðum við Scrabble saman, langt fram á nótt. Það hjálpaði nú ekki jólaskapinu hjá mér, ég varð gjörsamlega hjálparlaus í þessum heljarpytt sem jólafílingurinn getur orðið. Sitjandi við birtuna af jólaseríunum, lyktin af Randalínunni í loftinu og spila saman fram á nótt... hvað segir meira "Jól" en akkúrat svona stemming.
Annars erum við að hamast við að skrifa ritgerðir þessa dagana. Við sitjum við skrifborðin okkar bak í bak og pikkum í takt. Svo er öðruhvoru snúið sér við, pikkað í öxlina á lærifélaganum og spurt "kaffihlé?" eða "hjálp?". Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá grunar mig að fyrra "pikkið" sé bæði vinsælla og algengara hjá okkur báðum.
Gleðilega aðventu!
Annars ruku smákökurnar okkar út og komin tími á næstu umferð. Síðan var Randalínan bökuð í gær og þá fyrst kom alvöru jólalykt í íbúðina. Við fengum reyndar"alvörru" Randalínu senda í póstinum í dag, þannig að hana ætti ekki að skorta á aðventunni.
Raggi og Heiðrún kíktu til okkar í gærkvöldi og spiluðum við Scrabble saman, langt fram á nótt. Það hjálpaði nú ekki jólaskapinu hjá mér, ég varð gjörsamlega hjálparlaus í þessum heljarpytt sem jólafílingurinn getur orðið. Sitjandi við birtuna af jólaseríunum, lyktin af Randalínunni í loftinu og spila saman fram á nótt... hvað segir meira "Jól" en akkúrat svona stemming.
Annars erum við að hamast við að skrifa ritgerðir þessa dagana. Við sitjum við skrifborðin okkar bak í bak og pikkum í takt. Svo er öðruhvoru snúið sér við, pikkað í öxlina á lærifélaganum og spurt "kaffihlé?" eða "hjálp?". Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá grunar mig að fyrra "pikkið" sé bæði vinsælla og algengara hjá okkur báðum.
Gleðilega aðventu!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home