miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Allt er gott sem...

Þetta var frekar leiðinlegur dagur. Fór í skólann í morgun í hópa-tímann minn þar sem hópurinn sat saman í hring og átti að diskuter tilfinningar sínar. Umræðurnar fóru fljótt út í afhverju fólk vill ekki segja frá tilfinningum sínum heldur fer í kringum þær eða ræðir í staðinn um efnið "að segja frá tilfinningum sínum". Sem mér fannst svoldið fyndið því að þá talaði fólkið í kringum tilfinningar sínar með því að tala um það "að tala um tilfinningar sínar". Eníhú... frekar boring... lá við að ég sofnaði. Beið alltaf að hetjan mín Mr. T myndi saka einhvern um rasisma og sprengja þannig allt í loft upp. Ég segi ykkur kannski betur frá því seinna.
Eftir tímann lá leið mín niður á Kungliga Biblioteket þar sem ég hafði tekið frá bók um samtöl kvenna og karla í hópastarfi (einmitt, ýkt áhugavert eða þannig). Nema hvað, þegar ég var þangað komin, búin að ná mér í skáp og troða í hann öllu mínu hafurtaski og setja það sem ég ætlaði með inn í glæran plastpoka (skemmtilegar svona sænskar umgengnisreglur, finnst ykkur ekki?) þá komst ég að því að ég mátti ekki fá bókina lánaða til að lesa í henni í 2 tíma. Ástæðan... jú ég var hvorki með sænskan passa né sænsk skilríki! Önnur skilríki eru ekki gild þarna, því miður, takk og bless!
Það skipti engu að ég suðaði í þeim og benti á að þessa bók væri ekki hægt að nálgast annars staðar og að ég væri með íslensk skilríki sem þau gætu borið saman við sænsku kennitöluna og séð að ég var virkilega þessi Elísabet Grétarsdóttir sem ég þóttist vera. Neibb, og aftur neibb...takk, takk og bless! Sænsku pappírstígrisdýrin leynast víst víða!
Nema hvað, ég varð því að labba niður í bæ og fara í bókabúð til að redda mér einhverju til að lesa fyrir ritgerðina mína. Og þar sem það rigndi líka á mig, þá var ég orðin verulega pirruð! Ég hef nóg að gera og það er óþolandi þegar dagarnir fara svona í ekki neitt.
Nema hvað, þegar ég kom heim pirruð og úrill, þá ákvað ég að kíkja í pósthólfið. Haldið að þar hafi ekki bara legið umslag frá H&M. Jei! Það er alltaf gaman að fá póst frá H&M því þeir senda manni oft afslætti eða inneing upp á 50 til 100 sek. Og merkilegt nokk, þá virðast þeir vera ótrúlega lunknir við að senda mér svona á þeim dögum sem virkilega þarf að koma mér í gott skap. Nema núna opnaði ég umslagið um leið og ég steig inn í lyftuna og sá slatta af auglýsingum um jólatilboð (vei, vei!)... og enginn ávísun á inneign! Böhöhöhööö... þegar ég náði samt að leggja frá mér draslið inn í íbúð þá sá ég að þarna í bunkanum var bréf til mín. Og getið hvað!!! Mín er víst einn af þeirra bestu viðskiptavinum og orðin Gullmeðlimur í H&M klúbbnum og hvað fá slíkir viðskiptavinir??? Þeir fá hvorki meira né minna en 1000 sek í inneign í H&M!!! VEIIIII!!!! Ég held að H&M hafi komið mér í gott skap fram að jólum!!!

5 Comments:

Blogger Dagny Ben said...

Frabaert! Til hamingju. Eg fekk nu bara 50 krona inneign med jolabaeklingnum enda nygengin i klubbin. Nu ert thu ordin min fyrirmynd i thessum efnum. Stefni a ad kaupa allflestar jolagjafir arsins i H&M og thad aetti nu ad mjaka mer naer gullinu ;0)

23 nóvember, 2005 16:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Djííí 1000 kall. Ég er alls ekki í neinum svona klúbb!! Enda ekki minn stíll ;) En þetta fær mig svo sannarlega til að íhuga málið. Þeir hjá H&M kunna samt greinilega sína markaðsfræði :)

23 nóvember, 2005 20:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var einmitt að skrá mig í klúbbinn, búin að vera á leiðinni að gera það seinustu 3 árin, en þar sem maður getur bara skráð sig við innkaup hef ég eitthvern veginn tekist að gleyma þessu alltaf. Nema þegar ég ætla ekki að kaupa neitt. En stórsé eftir að hafa ekki verið komin í klúbbinn fyrr, sérstaklega þegar maður fær gesti sem versla vel í HM. Ætla að hvetja hér eftir alla gesti til að versla bara í HM, maður græðir jú á því ;)

kv. Bryndis

23 nóvember, 2005 20:51  
Anonymous Nafnlaus said...

nauj, nauj 1000kall...ég er þvílíkt abbó;)

24 nóvember, 2005 21:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Þá veit ég hvað ég og mínir fá í jólagjöf, annars vil ég benda þér á að ullarsokkarnir sem ég fékk frá þér í fyrra eru komnir með gat. HM síðan sem þú bentir mér á virkaði ekki, forsíðan kom alltaf upp.

25 nóvember, 2005 19:49  

Skrifa ummæli

<< Home