fimmtudagur, október 20, 2005

Dredda-bartar

Það er próf í fyrramálið hjá Jóni. Teknik och ekosystem, einstaklega áhugaverður kúrs um sænska umhverfisstaðla og umhverfisreglugerðir evrópusambandsins. Það hreinlega hlakkar í Jóni þessa dagana, honum finnst þetta svo æðislegt efni. Eða ekki...
Annars var MA middagen í gærkvöldi. Það er hálfgerð árshátíð hjá Markaðsakademíunni. Það var bara nokkuð mikið fjör og ég er ekki frá því að ég hafi fengið mér fullmikið í aðra tánna. Held hreinlega að ég hafi ekki orðið svona drukkin síðan... síðan... ja alla veganna fyrir löngu, löngu síðan. Maður er orðin svo dannaður í seinni tíð. Jæja, ég er þá alla veganna orðinn fullgildur bónófæd stúdent.
Morgundagurinn er planaður í að vaska upp hrúguna sem hefur safnast upp hjá okkur í eldhúsinu. Það fer að styttast í að mar byrji að drekka úr blómavösunum. Svo gerum við vonandi eitthvað krúttlegt saman eftir prófið á morgun. Kannski skellum við Jóni í klippingu, hann er orðin svo loðin um hausinn að bartarnir minna mann helst á bartana á Oddi, pabba hennar Ástu frænku, þeas á myndum frá sjöunda áratugnum. Svo tók Jón upp þann skemmtilega kæk að snúa upp á þá meðan hann er að læra þannig að reglulega lítur hann upp með þessa fáránlegu dredda-barta og maður getur engan veginn einbeitt sér að því hvað hann er að segja.
Jæja, góða nótt og dreymi ykkur vel.

Btw... ef einhver hefur áhyggjur af því að íbúðin okkar er köld þá er það óþarfi. Það er voða hlýtt hjá okkur, hinsvegar er erfitt að losna við hrollinn því það er svo kalt úti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home