laugardagur, október 15, 2005

Haust í Stokkhólmi

Haustið er svo fallegt í Stokkhólmi. Þúsundir trjáa í öllum litum regnbogans, ohhh þetta er dásamlegt. Mér finnst haustin alltaf svo rómantískur tími. Maður byrjar að kveikja á kertum og hafa það kósí heima. Við bíðum samt svoldið spennt eftir vetrinum, fyrsta snjónum og svona. Jón á líka svo fína úlpu sem hann þarf að fá að prófa.

Annars var afmælið okkar frekar kósí. Jón var í skólanum allan daginn og ég var í fríi. Um leið og hann fór í skólann stökk ég af stað að undirbúa kvöldið. Þegar hann kom svo heim um áttaleytið um kvöldið, þá beið hans blómaskreytt íbúð, upplýst með kertum (ekki nema 34 stk) og uppdúkað borð með nýjum diskum og glösum og alles. Hann gjörsamlega missti andlitið... sem gerist ekki oft hjá Jóni. Svo fengum við okkur kampavín og skáluðum. Í matinn var svo ótrúlega gott sushi sem ég hafði náð í af alveg frábærum stað niðrá Kungsholmen. Ég vissi að ég væri að taka smá áhættu, því Jón hafði aldrei borðað slíkt áður en sem betur fer sló það í gegn hjá honum. Við eigum örugglega eftir að fá okkur aftur, núna eigum við líka réttu diskana og skálarnar. Kvöldið var alveg meiriháttar.

Takk fyrir allar góðu kveðjurnar!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvar kostu eiginlega öllum 34 stikjunum af kertum fyrir í íbúðinni?
Bið að heilsa Kv Svala J

15 október, 2005 14:08  

Skrifa ummæli

<< Home