Raindrops keep falling...
Og það rignir í Stokkhólmi. Það er búið að rigna stanslaust síðan Ella lenti í gærkvöldi. Þetta byrjaði með stæl. Ég var á leiðinni niður á lestarstöð að taka á móti henni, stóð við gluggann í skónum með regnhlífina í hendinni þegar ég sá þessa rosalegu eldingu dúndra niður í húsið við hliðina á okkur. Ég hálf fraus í sporunum og spurði Jón hvort það væri nokkuð hættulegt að fara út með regnhlíf. Við, alveg klúless, fórum á netið þar sem stóð að í þrumuveðri ætti maður að leita skjóls innandyra og alls ekki undir tré. Þannig að regnhlífin var ekki góð hugmynd þar sem hún hefði virkað sem meðalgóður eldingavari. Á meðan dúndruðu eldingarnar niður í húsin í kringum okkur og þrumurnar fengu jörðina til að skjálfa. Ég var orðin hálf skelkuð af öllum þessum látum, og harðneitaði að fara út að taka á móti Ellu, í þeim töluðum orðum sprakk ein eldingin fyrir ofan húsið okkar. Sem betur fer var aðeins seinkun á fluginu hennar þannig að hún þurfti ekki að bíða eftir mér. Við erum samt búin að hafa það voðalega huggó. Versluðum í matinn í dag, Ella eldaði dýrindis máltíð og svo horfðum við á vídjó í kvöld. Ég skellti inn nokkrum myndum með annarri hendinni á meðan.
5 Comments:
já fjú fjú og hjúkket að þið biðuð með að fara út... sjálf þá skellti ég mér í smá skógarpikknikk með regnhlíf og tré til að skíla mér.... ekki góð hugmynd það..... ákvað að fara heim í hús eftir að einni sló niður ca 50-100 m frá mér það sem ég stóð og var að undirbúa mig í myndatöku á vatnaliljum ( hugsaði um ömmu r sko ).... en gaman að lesa blogg...... já endilega skellið ykkur til köben bara ekki næsta föstudag til 2 ág.... þá er ég nefnilega á klakanum.... annars alltaf velkominn..... þrumukveðjur, halldóran
hæ skvís hvað er aftur e-mailiið þitt?? kv.ásta
Frábært framtak hjá Ellu að taka með sér rigninguna til Svíalands - veit samt ekki hvar hún nældi í þrumur og eldingar - skilið rosa góðu þakklæti til hennar - það hefur verið BONGÓBLÍÐA síðan hún fór - hehe.
kv. Hrafnhildur - T mom.
Rosa gaman að lesa bloggið ykkar og alla frásögnina um ævintýrið mikla.
Elskurnar mínar, í sambandi við eldingar sem verða ansi oft í Svíaríki er langöruggast að vera í bíl eða á hjóli. Alls ekki kíkja út í glugga - hafa orðið nokkur dauðsföll vegna þess. Og í guðanna bænum hermið ekki eftir frænda (óla stóra) að vera uppi á hæsta punkti í skógarferð þegar þrumur og eldingar eru. En hann var á hjólinu sem betur fer og rétt náði að hjóla á undan ósköpunum. Annars geta þessar þrumur verið eins og hríðskotabyssur.
Fáið ykkur bara gott rauðvín og mörg kerti næst og verið góð við hvort annað.
Hlakka til að sjá fleiri myndir af ykkur.
Kærar kveðjur, Hafdís og Ólarnir.
Jeminn eini þetta eru ekkert smá flottar myndir - eiginlega eins og póstkort (og þá meina ég flott póstkort):)
bestu kv.
Valdís
Skrifa ummæli
<< Home