þriðjudagur, september 27, 2005

Lífsmörk stöðug...

Úff... ég veit ekki einu sinni hvar á að byrja. Jæja, ég er að spá í að sleppa bara öllu því sem að gerst hefur, annars verður það óvinnandi verk að reyna lífga við þetta blogg.
Af okkur er samt þetta að frétta:

Jón Grétar:
Lífsmörk stöðug
Komið nafn á lokaverkefnið og 19 einingar af 20 komnar í mark
Byrjaður í bandí á sunnudögum
Eignaðist dúndur hlýja úlpu á dögunum ... (vil af því tilefni benda á að það var 20 stiga hiti í gær)
Einbeitir sér þessa dagana að fórna sér fyrir Betu (takes one for the team, og verður það útskýrt seinna í blogginu)

Elísabet:
Var í prófi, gekk lala
Allt óvíst ennþá um seinnipart annarinnar
Líka byrjuð í bandí á sunnudögum
Eignaðist æðisleg stígvél og veski í stíl frá Jóni í afmælisgjöf
Er að passa mataræðið og henni til stuðning þá tók Jón að sér að borða allt óhollt á heimilinu

Svo fengum við elsku myndavélina okkar...

og svo var ég klukkuð, sem þýðir það víst að ég á víst að koma með einhverjar staðreyndir um mig sem fólk veit almennt ekki... en það gæti svo sem verið misskilningur hjá mér. Aníhú... here goes!!!

1. Ég er í alvörunni með gráðu (svona eins og belti í karate) í listsundi
2. Ég get ekki horft á svona ógeðs hryllingsmyndir, ég verð bara alltof hrædd.
3. Þegar ég var lítil hélt ég lengi að fólk væri kæru-stubbar en ekki kærustupar
4. Ég hef mikla tendensí til að segja "svelja á belli" í stað " belja á svelli"
5. Ég hef setið á lifandi nashyrning og klórað honum á bak við eyrun. Honum fannst það svo notalegt.

Held ég sleppi því að klukka aðra, held að allir aðrir séu þegar klukkaðir. Ef einhver bíður sig fram, þá eru skilaboð velkomin og ég lofa að klukka þá.

óver and át!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk kærlega fyrir þetta - mikið er gaman að fá aðeins fíling fyrir ykkur !! ;-)
kv. Hrafnhildur mamma og T-mom !

29 september, 2005 12:42  
Anonymous Nafnlaus said...

Halló elskurnar og gaman að lesa bloggið ykkar, sérstaklega um allt ykkar stórbrotna ferðalag. En ég hefði nú ekkert á móti því að fá að sjá fleiri myndir, bæði af ykkur, umhverfi ykkar og svo er Stockholm náttúrlega svo falleg borg að alltaf gaman að titta på.

Frábært að heyra hvað þér gengur vel í náminu Jón Grétar minn.

01 október, 2005 23:24  

Skrifa ummæli

<< Home