fimmtudagur, júlí 21, 2005

Loksins myndir í myndaalbúmið

Ég hafði mig loksins í það að setja inn myndirnar okkur í albúmið okkar. Ég setti inn London og Nairobi. Ég ætla að skvera restinni inn á næstu dögum. Ella vinkona er að koma í heimsókn í kvöld þannig að ég veit ekki hversu mikinn tíma ég hef afgangs í þessa handavinnu. Skvísan ætlar að vera hjá okkur í 10 daga og þetta verður 10 daga matarveisla, ef ég þekki hana rétt. Þið getið kíkt á myndirnar ef þið hafið áhuga, annars stefni ég á að setja inn artí myndirnar áfram hérna á bloggið.

London myndirnar
Nairobi myndirnar

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikið rosalega er gaman að fylgjast með ykkur og sjá allar þessar myndir. Nú væri gaman að vera ungur og sprækur. Þetta er þvílíkt ævintýri hjá ykkur krakkar mínir að þið komið til með að lifa á þessu alla tíð - en Stockholm er líka góð og falleg, bara öðruvísi.

Alveg værum við "gamla settið" til í að heimsækja fornar slóðir og leiða ykkur í gegnum sænska sannleikann;)

En njótið og takið á móti allri þeirri visku sem þið náið aðmeðtaka á þessum stutta tíma - guð sé lof fyrir netið.

Við styðjum þróun tækninnar sem leiðir til betri samskipta mannkynsins.

Þið þyrftuð endilega líka að kíkja á síðuna hjá frænku í baunaveldi (H.Ó.) sem er www.moogoart.blogspot.com
margt líka áhugavert þar - kannski að þið frændfólkið endið bara á því að kynnast betur í gegnum miðlana - æjjja, nei vona ekki.

Hafið það sem best dúllurnar okkar og munið að lifa lífinu lifandi sem þið eruð svo sannarlega að gera og njótið í botn.
****

22 júlí, 2005 05:09  

Skrifa ummæli

<< Home