mánudagur, mars 13, 2006

Vorfílingur, eller hur?

Og þar með lauk þessari prófatörn. Jón kláraði sitt síðasta próf á þessari prófatörn í dag. Nánar tiltekið kl:19.00 eftir 5 tíma próf. Nú er mér spurn, hvaða hálfviti skipuleggur 5 klst próf milli kl:14-19 á daginn? Jaaa eða hvaða manni dettur í hug að hafa 5 klst próf yfir höfuð. Hvaða þekkingu halda þeir að þeir nái að mjólka úr höfðinu á manni á 5 klst sem þeir geta ekki gert á 3 klst?

Við fórum niður í bæ og borðuðum kvöldmat með Kollu. Það fer eiginlega að vera siður hjá okkur að borða með Kollu eftir prófin. Svo kíkti hún með okkur heim og við tvær létum fara vel um okkur og drukkum rauðvín og gláptum á Brokeback Mountain (...ekki á spænsku). Við Jón áttum nefnilega leifar af rauðvíni síðan í gær. Ég er nefnilega búin að vera í svo rosalegum vorfíling um helgina. T.d. á föstudaginn fór ég og keypti bæði túlípana og páskaliljur og er núna að dunda mér við að murka úr þeim lífið með því að annaðhvort vökva þau of mikið eða lítið. Ég keypti líka lambasteik fyrir okkur og marineraði hana í rosa sumarlegri mareneringu. Grillaði hana svo á fínu "anti-brand" pönnunni okkar, kryddbrúnaði kartöflur og bauð upp á rauðvín með. Nammi,namm rosa vor fílingur hjá okkur, með hálfdauðin blómin sem skraut. Já, ég var hreinlega svo hress að ég keypti heila belju af rauðvíni. Úff hvað það verður næs að geta fengið sér glas og glas...
Án gríns þá var ég í svo miklum vorfíling að ég íhugaði alvarlega að kaupa mér sumarsandala á laugardag. En svo tók ég þá af mér, hristi hausinn yfir sjálfri mér, setti á mig vettlingana og labbaði heim í 15°frostinu.

3 Comments:

Blogger Magdalena said...

Takk fyrir blómin snúlludúllurnar mínar!! *kossar*

14 mars, 2006 02:00  
Anonymous Nafnlaus said...

Já fólkið er missfært við blóma rækt. En í okkar tilviki er það arfgengt.

17 mars, 2006 17:45  
Anonymous Nafnlaus said...

ohh en geggjað næs hjá ykkur, maður á alltaf að vera í vorfíling þó svo það sé nokkrar gráðu frost...en veistu Elísabet það hefði nú bara ekkert komið mér á óvart þó svo að þú hefðir nú bara keypt sumar sandalana....og já sambandi við blómin heheh kannast við þetta, ýmist drekkir maður þeim eða drepur þau úr þurrki, sammála Svölu þetta er í familíunni! kveðja úr Firðinum, Ásta og litli stubbur

20 mars, 2006 15:44  

Skrifa ummæli

<< Home