"Og þarna stóð hún og starði undrunaraugum á tölvuna og velti sjálfsagt fyrir sér hvort hún ætti að bjóða henni snýtibréf!"
Ég var á fundi í morgun með masters-hópnum og handleiðaranum (mín íslenska útgáfa af orðinu handledare=leiðbeinandi) mínum. En þar sem að Malin var stödd í Frakklandi þá sáum við fram á að hún myndi missa af þessum fundi, en eins og svo oft áður þá bjargaði tæknin okkur. Þegar fólkið kom sér fyrir á fundinum þá hringdi ég í Malin á Skype og hún sat fyrir framan tölvuna hans Chris (kærastinn hennar) og fylgdist með þannig. Alveg er Skype þvílík snilld. Þið hefðuð samt átt að sjá andlitið á kennaranum þegar hún var að tala yfir hópinn og tölvan mín fór að hósta, sjúga upp í nefið á sér og snýta sér. Hún (virðuleg kona um sextugt), starði á mig og tölvuna á víxl og var greinilega að vega og meta hvort þetta væri einhver hallæris-hrekkur. Greyi Malin hafði þá kvefast svona hrikalega í skíðaferðinni sinni og gerði sér engan veginn grein fyrir því að hreppstjórasnýturnar hennar glumdu yfir fundarherbergið. Ég var orðin rauð í framan við að halda ofan í mér hlátrinum, sérstaklega þar sem að Malin er einstaklega fín og pen kona sem kann sko sína mannasiði vel. Ég gat samt ekki þagað lengur eftir augngotur kennarans og benti á tölvuna og sagði "Malin í Frakklandi!". Svo hvíslaði ég að tölvunni og sagði "Malin, segðu hæ!".
Eftir fundinn varð kennarinn síðan að skoða hjá mér þetta fyrirbæri og fannst það alveg magnað! Ég verð samt að taka það fram að mér tókst að slökkva á hljóðinu á Malin undir rest, en þó þannig að hún hélt áfram að heyra í okkur.
Eftir fundinn varð kennarinn síðan að skoða hjá mér þetta fyrirbæri og fannst það alveg magnað! Ég verð samt að taka það fram að mér tókst að slökkva á hljóðinu á Malin undir rest, en þó þannig að hún hélt áfram að heyra í okkur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home