fimmtudagur, mars 23, 2006

Að draga höfuðið út úr rassinum!

Jæja nú er ég pirruð! Hvenær ætla Íslendingar að hætta sleikja rassinn á Dönum og horfa svona upp til þeirra eins og ástfangnir unglingstrákar til vinsælu stelpunnar í bekknum, sem vill svo ekkert með þá hafa. Í hundruði ára hafa Íslendingar mænt upp til þeirra og fundist allt fínt og flott sem Daninn segir eða gerir. Þetta væri allt gott og blessað ef Daninn endurgeldi þessar tilfinningar landans. En svo er nú aldeilis ekki og kemur það einna gleggst í ljós þessa síðustu daga þegar danskir bankar hafa möguleikan að skjóta á íslenskt efnahagslíf (líklegri með þá von í hjarta að koma höggi á Íslendinga) Það hefur nú líka heldur betur farið í taugarnar á þeim þessi kaup Íslendinga í Danmörku, enda hafa Íslendingar aldrei þótt fínn pappír í Danmörku, frekar en Grænlendingar og Færeyingar.
Og hvað er með þetta snobb fyrir Köben og þessa rómantísku ímynd sem Köben hefur í hugum Íslendinga? Borgin var hérna í denn höfuðborg Íslendinga og var sjálfsagt afar glæsileg þá. En síðan eru liðin mörg ár og ef fólk opnar augun virkilega fyrir því þá má Köben aldeilis sjá fífil sinn fegri og er hreinlega orðin að skítugri borg þar sem strætin eru full af rónum, dópistum... og þá hef ég ekki einu sinni byrjað á bullinu í innflytjendamálunum þeirra... og hananú!!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ok það er alveg komin tími á eina róandi handa þér Elísabet mín tíhíhíhí :). Kv. ELLA

24 mars, 2006 09:56  
Anonymous Nafnlaus said...

.........eða páskaegg !
;-)
T-mom

vantar eitthvað annað ? sendu mér þá sms !!

24 mars, 2006 11:20  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja, mér þykir þú allsendis vera í ham. Ég er bara ekki alveg sammála þér í þessu. Ég trúi frekar Dananum um hrun íslenskst efnahagslíf en stjórnendum þessa lands okkar, þeir eru búnir gegnum árin að hafa okkur að fíflum rænandi okkur og rupla.

Hvað varðar Köben aka Stockholm er lítill munur þar á.

En njótið verunnar elskurnar - Sverige är ganska bra men alltför många svenskar :)

25 mars, 2006 14:19  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ! ég upplifi þetta allt öðruvísi en þú. Danir eru mjög hrifnir af íslandi ( alla veganna þeir sem ég þekki). Langar öllum að fara, þeir sem hafa farið að fara aftur og hinum sem hafa ekki farið langar virkilega til að fara og upplifa fallegu náttúruna okkar og öfunda okkur yfir fegurð landsins. Þau halda einnig að við vöðum í peningum því að íslendingar eru að fjárfesta svo mikið hérna í dk. Alla veganna fæ ég aldrei neitt nema jákvæð viðbrögð í sambandi við Ísland. En aftur á móti er danski Bank í beinni samkeppni við íslensku bankana, að skiljanlega vilja þeir koma samkeppnisaðilanum í burtu og tala illa um hann. En ég get nú ekki sett samansem merki milli einnar skýrslu frá einum banka og heillar þjóðar. Eru það ekki smá fordómar???

kv. Bryndís

26 mars, 2006 05:03  

Skrifa ummæli

<< Home