laugardagur, mars 25, 2006

Gula Sidornar på väg!

Dagurinn í dag fór í að anda að sér útblæstri bíla, safna örfáum freknum og dreifa Gulu Síðunum í vasa-stærð. Ég, Kolla og Dagný vorum að vinna í verkefni sem Markaðsakademían tók að sér og felst það í því að standa í fallega gulum vinnugalla og dreifa þessari bók í verslunarkjörnum Stokkhólmar. Þetta var bara ekkert svo slæmt þegar Raggi og Heiðrún kíktu á okkur þá urðu þau eiginlega bara fyrir vonbrigðum að við skyldum ekki vera í kjánalegri galla. Ég upplifði mig samt alveg eins og páskaunga, þarna á miðju hringtorgi, veifandi gulu síðunum!

Ég fékk Dagný til að byrja syngja (kannski var það afleiðingar útblástursins) og vorum við aðeins að fíflast. Öskruðum orð yfir götuna og hin varð að finna lag sem hafði orðið í. Það mátti þýðast á hvaða tungumáli sem var. Var bara nokkuð skemmtilegt, við fórum svo í það að þýða lög yfir á önnur tungumál og hinn átti svo að komast að því hvaða lag þetta væri. Dagurinn á morgun verður líklega svipaður og ég vona að það verði jafn mikil sól og það var í dag.

En að lokum fyrir ykkur þarna úti, hvaða lag er þetta?

"Í mínum myrkustu stundum, stendur hún fyrir framan mig.
Mælir vísdómsorð, látum það vera!"

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

When I find myself in times of trouble
Mother Mary comes to me
speaking words of wisdom let it be.
And in my hour of darkness
she is standing right in front of me...

:)

25 mars, 2006 23:13  

Skrifa ummæli

<< Home