fimmtudagur, mars 30, 2006

Bara óttalegur drullupollur...

Ég fór á fund með leiðbeinandanum mínum í gær. Ég var orðið svoldið stressuð fyrir fundinn því við Malin höfðum ekki valið okkur alveg auðveldasta leiðbeinandann. Hún er reyndar fræg fyrir að vera óttalegt skass (sumir kalla hana "the bitch from hell") en hún er með hrikalega gott track record og helvíti klár, þannig að við ákváðum að velja hana. En sem betur fer þurftum við ekki að hafa miklar áhyggjur af verkefninu og var hún frekar ánægð sem komin var. Við áttum meira segja að vera öðru leveli en aðrir, apparantly þá vorum við að skrifa svo heimspekilega ritgerð (sem fór alveg framhjá mér). Hún vildi meira segja endilega fá okkur í doktorsnám til sín, sagði að ritgerðarsmíðin bæri vott um mikla "rannsókna-hæfileika" (ég held að það sé besta þýðingin). En kellingin gat að sjálfsögðu ekki látið það fréttast að hún væri byrjuð að linast í attitjúdinu þannig að hún endaði samtalið á að spyrja hvað í ósköpunum ég ætlaði mér með því að flytjast aftur til Íslands, "hva, ætlarðu að keyra upp og niður þessa eina verslunargötu í RVK, með öllum hinum Íslendingunum?". Ég hló nú bara og útskýrði að launin væri nú svo miklu hærri þar en hér og þá svaraði hún "Ja, það er ekki skrýtið, þið vinnið eins og vitleysingar! Enda svo sem ekkert annað að gera á Íslandi, nema vinna og drekka vodka!". Malin stóð þarna með opin munninn og hún var svo hneyksluð að hún átti ekki til orð. Fór meira segja eitthvað að malda í móinn fyrir Íslendinga og fór að tala um fjallaferðir og fallegt landslag. Þá svaraði grýlan "iss, ég fór nú í þetta Bláa Lón og mér fannst það nú bara óttalegur drullupollur!" Svo klykkti hún í endann með "og umhverfið í kringum það er nú bara eins og á meðal öskuhaugum." Svo hló hún hrossahlátri og smellti á hnéð á sér. Jæja, ég glotti nú bara að henni og móðgaðist ekkert þannig séð. Það hafa allir sína skoðun og skiljanlegt ef íslenska náttúran heillar ekki alla þó að við hin hreinlega dáum hana. Ég er sátt svo lengi sem grýlan elskar verkefnið þó hún elski ekki Ísland. En eins og tengdó benti réttilega á að þá er fínt að fólk er ekki eins ástfangið af landinu eins og við Íslendingar, því að þá myndum við sitja uppi með svona skass.

P.s. Malin er ennþá mjög móðguð fyrir Íslendinga hönd og á langt í land með að fyrirgefa leiðbeinandanum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home