fimmtudagur, júní 16, 2005

Geymdur en ekki gleymdur...

Hæhæ
Jæja, loksins heyrist eithvað frá mér. Við erum komin til Svíþjóðar aftur eftir að hafa eytt næstum því tveim lúxusvikum heima á klakanum. Við fórum heim til að halda upp á afmælið hans pabba með fjölskyldunni. Við skemmtum okkur konunglega, fórum fínt út að borða á Hótel Holt og á tónleika með Bubba. Við fórum meira að segja saman öll hersingin í keilu. Svo þegar við komum til Svíþjóðar aftur skilaði ég inn fyrsta hlutanum af 5 af lokaverkefninu mínu, aðeins fyrr en ég reiknaði með þannig að ég er á undan áætlun með námið hjá mér. Ég er búinn að fá úr öllum prófunum og allt í góðu bara. En hvað erum við búin að vera að gera í Svíþjóð núna í sumar?

Við erum búin að þramma og hjóla um allann Stokkhólm og njóta veðursins, það er rúmlega 20 stiga hiti hérna og heiðskýrt, búið að vera síðustu daga allavegana og við vonum að það haldi bara áfram. Við erum líka á fullri ferð að skipuleggja safaríferðina okkar til Kenya. Við þurfum að versla einhvern búnað og föt og panta gistingu hér og þar, vorum að spá í að stoppa kanski aðeins í London fyrst við eigum leið í gegn.

Jæja, meira seinna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home