fimmtudagur, júlí 14, 2005

Heima er best

Við erum komin heim eftir 30 klst ferðalag. Ferðin gekk vel og tók furðulega lítið á. Við vorum bæði bara hress og kát þegar við mættum hérna heima og byrjuðum á því að ná okkur í pizzu hérna úti á horni. Nú þurfum við bara að taka úr töskunum, skrifa ferðasöguna og setja inn nokkrar myndir. Það gerist einhvern tíman á næstu dögum.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim - gott að ljónin náðu ykkur ekki ;-) Heyrum í ykkur í kvöld - online !!
kv. Hrafnhildur og Gaui

14 júlí, 2005 11:44  

Skrifa ummæli

<< Home