þriðjudagur, október 09, 2007

"Hvað finnst þér gott að borða!"

Ég varð vitni að skemmtilegu samtali út í 10-11 í dag. Þetta var um hádegisbilið og eldri kona var að raða vörunum sínum upp á kassanna. Þarna voru kexpakkar, flatkökur, kaffi og ýmislegt sem nauðsynlegt er fyrir alvöru ömmu að eiga í skápum og skúffum. Þegar hún er að setja síðustu vörunar upp á kassann þá segir hún afar hátt svo glumdi um búðina. Forvitna ég gat ekki annað en snúið mér við og fylgst með því sem fram fór.

" ÁTTTTTTTTTTTTU ... ÖMMMMMMMMMMMMMMMU... KLEINNNNNNNNNNNNNNNURRR ? "

Maðurinn á kassanum leit út fyrir að vera frá Indlandi eða Pakistan, eða það myndi ég giska á. Hann svaraði mjög fljótt og um leið og hann setti vörunar í poka fyrir ömmuna.

" Nei því miður elskan, þær eru ekki komnar. Þeir eru eitthvað seinir með sendinguna í dag".

Litlum púka í mér langaði voðalega að svara fyrir ömmuna með mjóróma röddinni í frosknum úr brandaranum góða "Ó, ég bara spurði."

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahahahaha var búin að gleyma þessum brandara, algjör snilld :-)

09 október, 2007 12:07  
Anonymous Nafnlaus said...

nauh
enn á lífi þetta blogg...var einmitt að fara henda því út af listanum þegar ég sá það haha
ps hvenær ætlarðu að sækja náttkjólinn þinn hehe

09 október, 2007 18:53  
Blogger Elísabet said...

já vá, alveg á lífi ennþá. Ég var sko alveg búin að gleyma náttkjólnum, var einmitt farin að sakna hans.

11 október, 2007 22:37  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe ég sá þig alveg fyrir mér segja brandarann með röddinni þinni :)

18 október, 2007 22:39  

Skrifa ummæli

<< Home