..make sure to wear some flowers in your hair!
Ég kíkti til San Francisco í vinnuferð. Þetta var nokkuð þétt og afdrifarík ferð. Held ég listi bara upp það sem ég gerði, ætla ekki að láta ykkur leiðast yfir risa ferðasögu.
Vann nýjan Nokia N73 í happdrætti (sem var svo riggað að það var ekki fyndið, en ég er sátt með símann þannig að ég segi ekki orð)- Var boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Google og fékk mér boozt á booztbarnum og kíkti á aðstæður... ekki slæmt að vinna þarna.
- Kíkti í kokteil partí til Second Life
- Hitti gaurinn sem bjó til Tetris og tók mynd af mér með honum (á nýja símann)
- Fór í það rosalegasta kokteil/networking boð sem ég hef lent í. Það var með goth/SM þema. Það setti mark sitt á marga, og þá helst á bakið á fólki. Ég slapp þó.
- Keypti mér krúttlegustu myndavél í heimi, hún tekur svona myndir...
4 Comments:
Til hamingju með nýju myndavélina!
Húrra fyrir San Fransisco!
KV:Tóta
Hvernig væri að blogga meira.....bara tillaga :)
Kv. ELLA
jojojo
það eru komnar inn nokkrar myndir af djamminu
www.loftid.net
Þið eruð næst verstu bloggarar í heimi á eftir Bjarna bróðir....hvernig væri að henda inn einu bloggi eða svo????
Kv. ELLA
Skrifa ummæli
<< Home